Af hagsmunum og „aumingjum“ Kristín I. Pálsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, skrifar grein í Fréttablaðið þann 29. janúar þar sem hann mótmælir fullyrðingum mínum um að SÁÁ hafi rekstrarhagsmuni. Það sem vekur þó enn meiri furðu í greininni eru viðhorf sem þar koma fram til fíknar og þeirra sem við hana glíma. „Hvernig á þá að skilja fíkn? Við erum líkamlegar verur sem hrærumst í tilteknu félagslegu umhverfi sem er flókið. Skilningur á fíkn verður að vera breiður; fíkn getur verið möguleg afleiðing mannlegrar löngunar til að breyta meðvitund; alvarlegur heilsufarsvandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á samfélagið og eyðileggjandi afleiðinga fíknarinnar; krónísk lífsálfélagsleg röskun sem tekur sig endurtekið upp og ekki er hægt að skilja án hins félagslega samhengis – en ekki einfaldlega heilasjúkdómur.“ Svo segir í niðurstöðum greinar sem birtist í American Journal of Bioethics Neuroscience í júlí 2013 þar sem farið er yfir helstu gagnrýni á kenninguna um fíkn sem heilasjúkdóm, „Addiction: Current Criticism of the Brain Disease Paradigm“. Það að fíkn sé heilasjúkdómur er nefnilega umdeild kenning en ekki staðreynd. Enginn efast um að langvarandi neysla fíkniefna valdi sjúkdómum en það skiptir máli við meðferð hvort fíknivandi er skoðaður sem meðfæddur vandi eða flókinn lífsálfélagsleg röskun – eins og segir í tilvitnuninni hér að ofan. Í greininni segir Arnþór: „Gamaldags og úreltum hugmyndum um að fíknsjúkdómur sé einhvers konar aumingjaskapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknilækningar eru sérgrein í læknisfræði.“ Þarna birtast fordómafull viðhorf gagnvart þeim sem glíma við afleiðingar áfalla, vanrækslu og ofbeldis. Þessi viðhorf eru ekki ættuð úr vísindaheiminum heldur vísar þetta orðalag í kunnuglega frasa sem ættaðir eru úr jafningjahjálparsamtökum. Þarna speglast líka sá ágreiningur sem olli því að við sem stöndum að Rótinni gátum ekki þrifist innan SÁÁ og stofnuðum því nýtt félag. Við Rótarkonur lítum ekki á þá sem orðið hafa fyrir erfiðum upplifunum í lífinu sem aumingja heldur erum sammála vísindamönnunum, í ofannefndri grein um sjúkdómskenninguna, að líta verði á fíknivanda sem flókið heilsufars- og félagslegt vandamál sem meðhöndla þarf sem slíkt. Við erum ekki að bíða eftir því að genið og síðan pillan sem leysir þennan vanda verði fundin upp.Rekstrarhagsmunir SÁÁ Í grein sinni segir Arnþór um þá staðhæfingu mína að SÁÁ hafi af því rekstrarhagsmuni að fá sem flesta sjúklinga inn á Vog: „Þetta er fráleit staðhæfing.“ Auðvitað hefur SÁÁ rekstrarhagsmuni eins og aðrir sem standa í rekstri þó að félagið sé ekki rekið með hagnað að leiðarljósi. Félagið rekur sjúkrahús og meðferðarstarfsemi og aflar tekna til starfseminnar með ýmsu móti en að mestu leyti í gegnum þjónustusamning við ríkið. Síðasti samningur var undirritaður 17. desember sl. en SÁÁ fékk alls 805 milljónir árið 2014 samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þar um í þinginu. Það er ekki svo að ég sé að finna upp hjólið með þeirri staðhæfingu að betur fari á því að aðrir en hagsmunaaðilar, eins og SÁÁ, skammti sér sjálfir sjúklinga. Hugmyndina má meðal annars finna í skýrslu þáverandi heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem hann lagði fyrir þingið 2004-2005 en í henni eru margar ágætar hugmyndir sem því miður var ekki hrint í framkvæmd á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, skrifar grein í Fréttablaðið þann 29. janúar þar sem hann mótmælir fullyrðingum mínum um að SÁÁ hafi rekstrarhagsmuni. Það sem vekur þó enn meiri furðu í greininni eru viðhorf sem þar koma fram til fíknar og þeirra sem við hana glíma. „Hvernig á þá að skilja fíkn? Við erum líkamlegar verur sem hrærumst í tilteknu félagslegu umhverfi sem er flókið. Skilningur á fíkn verður að vera breiður; fíkn getur verið möguleg afleiðing mannlegrar löngunar til að breyta meðvitund; alvarlegur heilsufarsvandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á samfélagið og eyðileggjandi afleiðinga fíknarinnar; krónísk lífsálfélagsleg röskun sem tekur sig endurtekið upp og ekki er hægt að skilja án hins félagslega samhengis – en ekki einfaldlega heilasjúkdómur.“ Svo segir í niðurstöðum greinar sem birtist í American Journal of Bioethics Neuroscience í júlí 2013 þar sem farið er yfir helstu gagnrýni á kenninguna um fíkn sem heilasjúkdóm, „Addiction: Current Criticism of the Brain Disease Paradigm“. Það að fíkn sé heilasjúkdómur er nefnilega umdeild kenning en ekki staðreynd. Enginn efast um að langvarandi neysla fíkniefna valdi sjúkdómum en það skiptir máli við meðferð hvort fíknivandi er skoðaður sem meðfæddur vandi eða flókinn lífsálfélagsleg röskun – eins og segir í tilvitnuninni hér að ofan. Í greininni segir Arnþór: „Gamaldags og úreltum hugmyndum um að fíknsjúkdómur sé einhvers konar aumingjaskapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknilækningar eru sérgrein í læknisfræði.“ Þarna birtast fordómafull viðhorf gagnvart þeim sem glíma við afleiðingar áfalla, vanrækslu og ofbeldis. Þessi viðhorf eru ekki ættuð úr vísindaheiminum heldur vísar þetta orðalag í kunnuglega frasa sem ættaðir eru úr jafningjahjálparsamtökum. Þarna speglast líka sá ágreiningur sem olli því að við sem stöndum að Rótinni gátum ekki þrifist innan SÁÁ og stofnuðum því nýtt félag. Við Rótarkonur lítum ekki á þá sem orðið hafa fyrir erfiðum upplifunum í lífinu sem aumingja heldur erum sammála vísindamönnunum, í ofannefndri grein um sjúkdómskenninguna, að líta verði á fíknivanda sem flókið heilsufars- og félagslegt vandamál sem meðhöndla þarf sem slíkt. Við erum ekki að bíða eftir því að genið og síðan pillan sem leysir þennan vanda verði fundin upp.Rekstrarhagsmunir SÁÁ Í grein sinni segir Arnþór um þá staðhæfingu mína að SÁÁ hafi af því rekstrarhagsmuni að fá sem flesta sjúklinga inn á Vog: „Þetta er fráleit staðhæfing.“ Auðvitað hefur SÁÁ rekstrarhagsmuni eins og aðrir sem standa í rekstri þó að félagið sé ekki rekið með hagnað að leiðarljósi. Félagið rekur sjúkrahús og meðferðarstarfsemi og aflar tekna til starfseminnar með ýmsu móti en að mestu leyti í gegnum þjónustusamning við ríkið. Síðasti samningur var undirritaður 17. desember sl. en SÁÁ fékk alls 805 milljónir árið 2014 samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þar um í þinginu. Það er ekki svo að ég sé að finna upp hjólið með þeirri staðhæfingu að betur fari á því að aðrir en hagsmunaaðilar, eins og SÁÁ, skammti sér sjálfir sjúklinga. Hugmyndina má meðal annars finna í skýrslu þáverandi heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem hann lagði fyrir þingið 2004-2005 en í henni eru margar ágætar hugmyndir sem því miður var ekki hrint í framkvæmd á sínum tíma.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar