Innlent

Hægt verður að fela nöfn hjá Þjóðskrá

ingvar haraldsson skrifar
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir að í drögum séu ákvæði um að stofnunin skrái forsjá barna.
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir að í drögum séu ákvæði um að stofnunin skrái forsjá barna. vísir/gva
Hægt verður að fara fram á að fá nafn sitt og heimilisfang tekið úr birtingu hjá Þjóðskrá Íslands samkvæmt drögum að nýjum lögum um stofnunina.

„Ákvæðið mun eiga við í þeim tilfellum þar sem einstaklingur má búast við ofsóknum eða ofbeldi og þarf á vernd að halda,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár.

Til þess að fá nafn sitt fjarlægt úr birtingu hjá Þjóðskrá þarf að senda rökstudda beiðni til stofnunarinnar sem tekur þá afstöðu til beiðninnar. Verndin frá birtingu, eins og hún er kölluð í lögunum, gildir í eitt ár fáist hún samþykkt en hægt er að fá hana framlengda eftir ár.

Margrét segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum fái Þjóðskrá einnig heimild til að skrá forsjá barna sem ekki sé kveðið á um í núgildandi lögum.

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarpsdrögin fram til 22. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×