Innlent

Tillögu um göngubrú yfir Hringbraut hafnað

ingvar haraldsson skrifar
Meirihlutinn vill minnka umferðarhraða á Hringbraut.
Meirihlutinn vill minnka umferðarhraða á Hringbraut. vísir/vilhelm
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hefur hafnað hugmyndum sjálfstæðismanna um að smíða göngubrú yfir Hringbraut eða grafa göng undir Hringbraut.

Meirihlutinn vísaði í álit umhverfis- og skipulagssviðs þar sem sagði að vegna þrengsla við Hringbraut kæmi ekki til greina að reisa göngubrú yfir götuna.

Helst komi til greina að grafa undirgöng frá Bræðraborgarstíg yfir á Kaplaskjólsveg. Verkfræðistofan Mannvit var fengin til að greina þann kost árið 2009. Þá var niðurstaðan sú að ef göngin yrðu að veruleika yrði mikil röskun á umferð og aðgengi að húsum við göngin yrði vandamál. Þá þyrfti einnig að breyta Bræðraborgarstíg í einstefnugötu. Tillagan þótti því ekki fýsileg og var því lögð til hliðar.

Sjálfstæðismenn í ráðinu voru ósáttir við þessar málalyktir og bókuðu í kjölfarið: „Oft hefur legið við slysum enda er Hringbraut fjögurra akreina stofnbraut þar sem bílaumferð er þung. Óumflýjanlegt er að bregðast við og tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda.“

Meirihlutinn vill leysa málið með fjölgun gönguljósa, græn ljós fyrir gangandi verði lengd og ökuhraði við Hringbraut verði lækkaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×