Innlent

Hundrað varakort eftir fyrir eldri tegundir í gjaldfrjálsum bílastæðum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
"Við vorum kannski grandalaus að kynna þetta ekki betur,“ segir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.
"Við vorum kannski grandalaus að kynna þetta ekki betur,“ segir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Fréttablaðið/GVA
Nokkur óvissa virðist hafa skapast um framkvæmd nýrra reglna í Reykjavík um gjaldskyldu svokallaðra visthæfra bíla.

Fram til áramóta máttu bílar sem losa allt að 120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra leggja frítt í gjaldskyld stæði í borginni. Eftir þann tíma er viðmiðunin 100 grömm. „Eldri klukkuskífur sem voru á bílunum gilda út þetta ár,“ undirstrikar Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.

Svo virðist sem breytilegt sé milli söluaðila hvort skífur fylgi bílum úr þeim flokki sem ekki njóta lengur gjaldfrelsis.

Kolbrún segir að umboðunum hafi hins vegar verið kynnt og það auglýst í dagblöðum að skífur ættu ekki að fylgja bílum sem seldir væru eftir 1. desember.

Þá hefur reynt á það hjá sumum með eldri skífur sem bila að þær fást ekki endurnýjaðar hjá borginni. Kolbrún Jónatansdóttir segist ekki kannast við þetta en muni skýra málin betur fyrir þjónustuverinu.

„Við vorum að telja eldri skífurnar hjá okkur og eigum um hundrað. Á meðan það eru til gamlar skífur hjá okkur eða í þjónustuverinu finnst mér ekkert að því að menn geti skipt út ónýtum skífum,“ segir Kolbrún. Annað verði þó upp á teningnum ef gömlu skífurnar klárast áður en árið er á enda. „Þá er það eiginlega bara búið dæmi.“


Tengdar fréttir

Reglubreyting borgarinnar fækkar visthæfum bílum

Ríflega 11.000 ökutæki töldust visthæf í fyrra en ekki nú og munu ökumenn þeirra ekki geta nýtt sér þann kost að leggja gjaldfrjálst í stæði borgarinnar í árslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×