Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 19:46 Hörður Axel Vilhjálmsson. Visir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. „Við erum bara drullufúlir að hafa ekki unnið þennan leik. Mér fannst halla rosalega á okkur. Þegar við keyrum að körfunni þá aldrei dæmt neitt og svo voru þeir að taka stökkskot út um allt og fá villur og víti fyrir það. Dómararnir voru bara með stjörnur í augum að horfa á einhverja NBA-karla spila við okkur og kannski höfðu þeir bara ekki trú á því að við gætum staðið eitthvað í þeim," sagði Hörður Axel. „Það er náttúrulega alltaf hægt að benda á eitthvað og svo er þetta bara strax eftir leik og ég er mjög pirraður. Mér fannst þetta samt," sagði Hörður Axel en það er hugur í honum og öðrum í íslenska liðinu. „Við erum komnir hingað til að vinna leik og við ætlum okkur að gera það. Það gerðist ekki í dag en við höfum fulla trú á því að við getum unnið leik hérna," sagði Hörður Axel. Íslenska vörnin var ekki nógu góð í byrjun en svo komu strákarnir sér aftur í rétta varnargírinn. „Við erum hörku spilarar og vitum alveg hvað við erum að gera. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við spilum. Við aðlögum okkur að leik mótherjanna og það er meira um að liðin þurfi að aðlaga sig að okkur útaf því hvernig við spilum. Nú er bara áfram gakk og sjáum til hvað gerist," sagði Hörður Axel. „Ítalarnir bjuggumst kannski ekki við hörkuleik en ég held að við séum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna," sagði Hörður. Næsti leikur er ekki fyrr en á móti Serbíu á þriðjudaginn. „Frídagurinn á morgun er kærkominn og gott að fá einn dag til að hlaða batteríin og hreinsa hugann eftir erfitt tap," sagði Hörður Axel en stuðningurinn frá stúkunni var frábær í kvöld. „Það er frábært að sjá okkar fólk í stúkunni. Ég var seinastur út á gólfi til þess að reyna að taka þetta allt inn. Það er ekki á hverjum degi sem að maður upplifir svona stemningu. Þetta er alveg geggjað," sagði Hörður Axel. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Datome: Ísland er með virkilega gott lið Luigi Datome var hrifinn af íslenska liðinu eftir sex stiga sigur ítalska liðsins á Íslandi á Eurobasket í Berlín í dag. 6. september 2015 18:16 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. „Við erum bara drullufúlir að hafa ekki unnið þennan leik. Mér fannst halla rosalega á okkur. Þegar við keyrum að körfunni þá aldrei dæmt neitt og svo voru þeir að taka stökkskot út um allt og fá villur og víti fyrir það. Dómararnir voru bara með stjörnur í augum að horfa á einhverja NBA-karla spila við okkur og kannski höfðu þeir bara ekki trú á því að við gætum staðið eitthvað í þeim," sagði Hörður Axel. „Það er náttúrulega alltaf hægt að benda á eitthvað og svo er þetta bara strax eftir leik og ég er mjög pirraður. Mér fannst þetta samt," sagði Hörður Axel en það er hugur í honum og öðrum í íslenska liðinu. „Við erum komnir hingað til að vinna leik og við ætlum okkur að gera það. Það gerðist ekki í dag en við höfum fulla trú á því að við getum unnið leik hérna," sagði Hörður Axel. Íslenska vörnin var ekki nógu góð í byrjun en svo komu strákarnir sér aftur í rétta varnargírinn. „Við erum hörku spilarar og vitum alveg hvað við erum að gera. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við spilum. Við aðlögum okkur að leik mótherjanna og það er meira um að liðin þurfi að aðlaga sig að okkur útaf því hvernig við spilum. Nú er bara áfram gakk og sjáum til hvað gerist," sagði Hörður Axel. „Ítalarnir bjuggumst kannski ekki við hörkuleik en ég held að við séum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna," sagði Hörður. Næsti leikur er ekki fyrr en á móti Serbíu á þriðjudaginn. „Frídagurinn á morgun er kærkominn og gott að fá einn dag til að hlaða batteríin og hreinsa hugann eftir erfitt tap," sagði Hörður Axel en stuðningurinn frá stúkunni var frábær í kvöld. „Það er frábært að sjá okkar fólk í stúkunni. Ég var seinastur út á gólfi til þess að reyna að taka þetta allt inn. Það er ekki á hverjum degi sem að maður upplifir svona stemningu. Þetta er alveg geggjað," sagði Hörður Axel.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Datome: Ísland er með virkilega gott lið Luigi Datome var hrifinn af íslenska liðinu eftir sex stiga sigur ítalska liðsins á Íslandi á Eurobasket í Berlín í dag. 6. september 2015 18:16 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30
Datome: Ísland er með virkilega gott lið Luigi Datome var hrifinn af íslenska liðinu eftir sex stiga sigur ítalska liðsins á Íslandi á Eurobasket í Berlín í dag. 6. september 2015 18:16
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18