Ólöglega staðið að ráðningu menningarfulltrúa sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2015 14:45 Óli Gneisti taldi að með því að ganga gegn lögum um almenningsbókasöfn hefði Seltjarnarnesbær rýrt starfsheiður hans, smánað og valdið honum miklum óþægindum. Þá hafi starfsferill hans og -reynsla verið sniðgengin á einkar niðurlægjandi hátt og höfð að engu. vísir/stefán Seltjarnarnesbæ var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða Óla Gneista Sóleyjarsyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar í starf menningarfulltrúa bæjarins. Þá var bænum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Bærinn auglýsti í ágúst 2012 laust til umsóknar starf menningarfulltrúa. Sagði meðal annars í auglýsingunni að menningarfulltrúi væri yfirmaður Bókasafns Seltjarnarness og annarra málefna er tengdust menningarmálum. Gerð var krafa til háskólamenntunar og reynslu til þekkingar á menningarmálum, auk annarra krafna. Um starfið sóttu tuttugu og níu manns og var umsóknarfrestur til 12. september 2012. Óli Gneisti var á meðal umsækjenda en hann er meðal annars með próf í bókasafns- og upplýsingafræðum og uppfyllti sett skilyrði. Hinn 15.október var tilkynnt að Soffía Karlsdóttir hefði verið ráðin í starfið. Hún er með M.A próf í menningar- og menntastjórnun úr félagsvísinda- og hagfræðideild Háskólans á Bifröst og taldi Óli Gneisti að fram hjá sér hefði verið gengið við ráðninguna þar sem hann uppfyllti menntunarskilyrði til starfsins en Soffía ekki.Ekki ljóst hvort námið sé jafngilt Við munnlegan málflutning í héraðsdómi kom fram að Seltjarnarnesbær hefði byggt á því að próf Soffíu væri jafngilt prófi Óla og að bærinn hefði haft nokkurt svigrúm til að meta hvað væri jafngilt nám. Í niðurstöðu dómsins segir að í lögum sé þess ekki getið hvað átt sé við með jafngildu námi, en að ljóst þyki að hafa verði hliðsjón af því sem fram kemur um mikilvægi þess að starfsfólk hafi sem traustasta menntun sem hæfi verksviði bókasafna. Taldi dómurinn engin frekari gögn liggja fyrir um hvað í þessu námi felist og að bærinn hafi ekki sýnt fram á að umsækjandi sem ráðinn hafi verið til starfsins hafi lokið prófi sem geti talist jafngild. Dómurinn taldi því að ráðning Soffíu í starf menningarfulltrúa sem gegndi forstöðu bókasafns Seltjarnarness væri ólögmæt af þeim sökum að ekki hafi verið gætt hæfisskilyrða laga við ráðninguna.Mannorð og starfsheiður beið hnekki Óli Gneisti krafðist 2,5 milljón króna í miskabætur. Taldi hann að með því að ganga gegn lögum um almenningsbókasöfn hefði Seltjarnarnesbær valdið honum álitshnekki, rýrt starfsheiður hans, smánað og valdið honum miklum óþægindum. Þá hafi starfsferill hans og -reynsla verið sniðgengin á einkar niðurlægjandi hátt og höfð að engu. Í niðurstöðu dómsins segir að staðreyndin sé sú að gengið hafi verið fram hjá menntun Óla, það geti bitnað á orðspori hans og voru honum af þeim sökum greiddar miskabætur. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Seltjarnarnesbæ var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða Óla Gneista Sóleyjarsyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar í starf menningarfulltrúa bæjarins. Þá var bænum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Bærinn auglýsti í ágúst 2012 laust til umsóknar starf menningarfulltrúa. Sagði meðal annars í auglýsingunni að menningarfulltrúi væri yfirmaður Bókasafns Seltjarnarness og annarra málefna er tengdust menningarmálum. Gerð var krafa til háskólamenntunar og reynslu til þekkingar á menningarmálum, auk annarra krafna. Um starfið sóttu tuttugu og níu manns og var umsóknarfrestur til 12. september 2012. Óli Gneisti var á meðal umsækjenda en hann er meðal annars með próf í bókasafns- og upplýsingafræðum og uppfyllti sett skilyrði. Hinn 15.október var tilkynnt að Soffía Karlsdóttir hefði verið ráðin í starfið. Hún er með M.A próf í menningar- og menntastjórnun úr félagsvísinda- og hagfræðideild Háskólans á Bifröst og taldi Óli Gneisti að fram hjá sér hefði verið gengið við ráðninguna þar sem hann uppfyllti menntunarskilyrði til starfsins en Soffía ekki.Ekki ljóst hvort námið sé jafngilt Við munnlegan málflutning í héraðsdómi kom fram að Seltjarnarnesbær hefði byggt á því að próf Soffíu væri jafngilt prófi Óla og að bærinn hefði haft nokkurt svigrúm til að meta hvað væri jafngilt nám. Í niðurstöðu dómsins segir að í lögum sé þess ekki getið hvað átt sé við með jafngildu námi, en að ljóst þyki að hafa verði hliðsjón af því sem fram kemur um mikilvægi þess að starfsfólk hafi sem traustasta menntun sem hæfi verksviði bókasafna. Taldi dómurinn engin frekari gögn liggja fyrir um hvað í þessu námi felist og að bærinn hafi ekki sýnt fram á að umsækjandi sem ráðinn hafi verið til starfsins hafi lokið prófi sem geti talist jafngild. Dómurinn taldi því að ráðning Soffíu í starf menningarfulltrúa sem gegndi forstöðu bókasafns Seltjarnarness væri ólögmæt af þeim sökum að ekki hafi verið gætt hæfisskilyrða laga við ráðninguna.Mannorð og starfsheiður beið hnekki Óli Gneisti krafðist 2,5 milljón króna í miskabætur. Taldi hann að með því að ganga gegn lögum um almenningsbókasöfn hefði Seltjarnarnesbær valdið honum álitshnekki, rýrt starfsheiður hans, smánað og valdið honum miklum óþægindum. Þá hafi starfsferill hans og -reynsla verið sniðgengin á einkar niðurlægjandi hátt og höfð að engu. Í niðurstöðu dómsins segir að staðreyndin sé sú að gengið hafi verið fram hjá menntun Óla, það geti bitnað á orðspori hans og voru honum af þeim sökum greiddar miskabætur.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira