Ólöglega staðið að ráðningu menningarfulltrúa sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2015 14:45 Óli Gneisti taldi að með því að ganga gegn lögum um almenningsbókasöfn hefði Seltjarnarnesbær rýrt starfsheiður hans, smánað og valdið honum miklum óþægindum. Þá hafi starfsferill hans og -reynsla verið sniðgengin á einkar niðurlægjandi hátt og höfð að engu. vísir/stefán Seltjarnarnesbæ var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða Óla Gneista Sóleyjarsyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar í starf menningarfulltrúa bæjarins. Þá var bænum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Bærinn auglýsti í ágúst 2012 laust til umsóknar starf menningarfulltrúa. Sagði meðal annars í auglýsingunni að menningarfulltrúi væri yfirmaður Bókasafns Seltjarnarness og annarra málefna er tengdust menningarmálum. Gerð var krafa til háskólamenntunar og reynslu til þekkingar á menningarmálum, auk annarra krafna. Um starfið sóttu tuttugu og níu manns og var umsóknarfrestur til 12. september 2012. Óli Gneisti var á meðal umsækjenda en hann er meðal annars með próf í bókasafns- og upplýsingafræðum og uppfyllti sett skilyrði. Hinn 15.október var tilkynnt að Soffía Karlsdóttir hefði verið ráðin í starfið. Hún er með M.A próf í menningar- og menntastjórnun úr félagsvísinda- og hagfræðideild Háskólans á Bifröst og taldi Óli Gneisti að fram hjá sér hefði verið gengið við ráðninguna þar sem hann uppfyllti menntunarskilyrði til starfsins en Soffía ekki.Ekki ljóst hvort námið sé jafngilt Við munnlegan málflutning í héraðsdómi kom fram að Seltjarnarnesbær hefði byggt á því að próf Soffíu væri jafngilt prófi Óla og að bærinn hefði haft nokkurt svigrúm til að meta hvað væri jafngilt nám. Í niðurstöðu dómsins segir að í lögum sé þess ekki getið hvað átt sé við með jafngildu námi, en að ljóst þyki að hafa verði hliðsjón af því sem fram kemur um mikilvægi þess að starfsfólk hafi sem traustasta menntun sem hæfi verksviði bókasafna. Taldi dómurinn engin frekari gögn liggja fyrir um hvað í þessu námi felist og að bærinn hafi ekki sýnt fram á að umsækjandi sem ráðinn hafi verið til starfsins hafi lokið prófi sem geti talist jafngild. Dómurinn taldi því að ráðning Soffíu í starf menningarfulltrúa sem gegndi forstöðu bókasafns Seltjarnarness væri ólögmæt af þeim sökum að ekki hafi verið gætt hæfisskilyrða laga við ráðninguna.Mannorð og starfsheiður beið hnekki Óli Gneisti krafðist 2,5 milljón króna í miskabætur. Taldi hann að með því að ganga gegn lögum um almenningsbókasöfn hefði Seltjarnarnesbær valdið honum álitshnekki, rýrt starfsheiður hans, smánað og valdið honum miklum óþægindum. Þá hafi starfsferill hans og -reynsla verið sniðgengin á einkar niðurlægjandi hátt og höfð að engu. Í niðurstöðu dómsins segir að staðreyndin sé sú að gengið hafi verið fram hjá menntun Óla, það geti bitnað á orðspori hans og voru honum af þeim sökum greiddar miskabætur. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Seltjarnarnesbæ var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða Óla Gneista Sóleyjarsyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar í starf menningarfulltrúa bæjarins. Þá var bænum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Bærinn auglýsti í ágúst 2012 laust til umsóknar starf menningarfulltrúa. Sagði meðal annars í auglýsingunni að menningarfulltrúi væri yfirmaður Bókasafns Seltjarnarness og annarra málefna er tengdust menningarmálum. Gerð var krafa til háskólamenntunar og reynslu til þekkingar á menningarmálum, auk annarra krafna. Um starfið sóttu tuttugu og níu manns og var umsóknarfrestur til 12. september 2012. Óli Gneisti var á meðal umsækjenda en hann er meðal annars með próf í bókasafns- og upplýsingafræðum og uppfyllti sett skilyrði. Hinn 15.október var tilkynnt að Soffía Karlsdóttir hefði verið ráðin í starfið. Hún er með M.A próf í menningar- og menntastjórnun úr félagsvísinda- og hagfræðideild Háskólans á Bifröst og taldi Óli Gneisti að fram hjá sér hefði verið gengið við ráðninguna þar sem hann uppfyllti menntunarskilyrði til starfsins en Soffía ekki.Ekki ljóst hvort námið sé jafngilt Við munnlegan málflutning í héraðsdómi kom fram að Seltjarnarnesbær hefði byggt á því að próf Soffíu væri jafngilt prófi Óla og að bærinn hefði haft nokkurt svigrúm til að meta hvað væri jafngilt nám. Í niðurstöðu dómsins segir að í lögum sé þess ekki getið hvað átt sé við með jafngildu námi, en að ljóst þyki að hafa verði hliðsjón af því sem fram kemur um mikilvægi þess að starfsfólk hafi sem traustasta menntun sem hæfi verksviði bókasafna. Taldi dómurinn engin frekari gögn liggja fyrir um hvað í þessu námi felist og að bærinn hafi ekki sýnt fram á að umsækjandi sem ráðinn hafi verið til starfsins hafi lokið prófi sem geti talist jafngild. Dómurinn taldi því að ráðning Soffíu í starf menningarfulltrúa sem gegndi forstöðu bókasafns Seltjarnarness væri ólögmæt af þeim sökum að ekki hafi verið gætt hæfisskilyrða laga við ráðninguna.Mannorð og starfsheiður beið hnekki Óli Gneisti krafðist 2,5 milljón króna í miskabætur. Taldi hann að með því að ganga gegn lögum um almenningsbókasöfn hefði Seltjarnarnesbær valdið honum álitshnekki, rýrt starfsheiður hans, smánað og valdið honum miklum óþægindum. Þá hafi starfsferill hans og -reynsla verið sniðgengin á einkar niðurlægjandi hátt og höfð að engu. Í niðurstöðu dómsins segir að staðreyndin sé sú að gengið hafi verið fram hjá menntun Óla, það geti bitnað á orðspori hans og voru honum af þeim sökum greiddar miskabætur.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira