Innlent

Súlur fengnar til að aðstoða við sjúkraflutning

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, var kölluð út á öðrum tímanum í dag til að að aðstoða sjúkraflutningamenn við að sækja sjúkling á bæ í Hörgárdal.

Mikil ófærð var á veginum heim að bænum, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Verkið hafi þó gengið vel og sjúklingurinn fluttur með björgunarsveitabílum í sjúkrabílinn, sem beið við þjóðveginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×