Innlent

Finnbjörn ÍS sökk í Bolungarvíkurhöfn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skipið verður híft upp síðar í dag.
Skipið verður híft upp síðar í dag. vísir/hafþór
Fiskibáturinn Finnbjörn ÍS sökk í höfninni í Bolungarvík í morgun. Ekki er vitað hvað kom fyrir en kafarar hafa kannað ástand skipsins og verður dælt úr því síðar í dag, að sögn Ólafs Þ. Benediktssonar, slökkviliðsstjóra í Bolungarvík.

„Við vitum ekki hvað kom upp á, hvort það hafi slegið út lensidælu eða hvort þetta hafi verið botnlokinn. Maður veit ekkert um það að svo stöddu, en við vitum að það var í lagi með bátinn í gær,“ segir Ólafur og bætir við að nú sé beðið eftir tveimur stórum krönum til að hífa bátinn upp.

„Þetta verður eflaust mikið verk en það er dásamlegt veður hér og okkur vonandi tekst það,“ segir hann.

vísir/hafþór
vísir/hafþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×