Innlent

Banaslys varð norðan Akureyrar

Atli Ísleifsson skrifar
Hringvegurinn lokaðist um tíma vegna slyssins.
Hringvegurinn lokaðist um tíma vegna slyssins. Vísir/Sveinn
Banaslys varð um klukkan 16 í dag á þjóðvegi 1 við bæinn Einarsstaði í Kræklingahlíð, rétt norðan Akureyrar.

Fólksbifreið og vörubifreið rákust þar saman og lést ökumaður fólksbifreiðarinnar. Hann var einn í bílnum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir farþegar auk ökumanns hafi verið í vöruflutningabifreiðinni og voru fluttir á Sjúkrahús Akureyrar. Þeir munu ekki hafa slasast alvarlega.

Ekki er unnt að birta nafn hins látna á þessu stigi.

Uppfært 22:10: Enn er unnið á slysstaðnum en umferð er stýrt.



Eins og fram hefur komið varð banaslys á þjóðvegi 1, við Einarsstaði. Rannsókn málsins er á frumstigi og nánari upplý...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on 22. desember 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×