Innlent

Dagarnir lengjast

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli
Lengsta nótt ársins er nú liðin og mun sólin hækka á lofti héðan í frá þar sem vetrarsólstöður eru í dag. Vetrarsólstöður fela í sér að sólin er þá í lægstu stöðu á himninum. 20. júní markar sumarsólstöður á næsta ári, en þá verður sólin í hæstu stöðu á himninum.

Vetrarsólstöður eru á 20. til 23. desember og sumarsólstöður eru 20. til 22. júní. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum stafar breytileiki dagsetninganna af því að almanaksárið er ekki jafnlangt og árstíðarárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×