Við viljum að það sé tekið mark á okkur! Guðrún Ágústsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með!
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar