Færð mun spillast mjög hratt sunnanlands Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 21:32 Hvassviðri og kóf eru lýsandi orð fyrir morgundaginn. Foto: Vísir/Stefán Hún kom í hérað síðastliðinn sunnudag og gefur Þorranum ekkert eftir. Um er að ræða Góuna, fimmta og næstsíðasti mánuð vetrar, sem lét strax finna fyrir sér á fyrsta degi með ofsaveðri. En það var einungis forrétturinn miðað við veðurspá morgundagsins. Gera má ráð fyrir að færð muni spillast mjög hratt sunnanlands strax um morguninn. „Það verður mikið kóf því það er mjög mikið af lausum snjó og kalt. Þannig að færðin spillist eflaust mjög hratt strax í fyrramálið. Það verða örugglega samgöngutruflanir sunnanlands,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi um spá morgundagsins. Sídegis á hann einnig von á afar slæmu veðri fyrir norðan og austan. „Hvassviðri og kóf og slæmar samgöngur,“ segir Þorsteinn. Búist er við hlýnandi veðri annað kvöld sunnanlands og því mun fylgja rigning og þar með slabb á vegum. „Annars er austan áttin aldrei neitt voðalega slæm í Reykjavík en allt Suðurlandið er undir. Það er náttúrlega Hellisheiðin og Suðurlandsundirlendið allt, Eyjafjöll, Mýrdalur og Skaftafellssýslan. Þetta fer smám saman yfir í rigningu upp úr hádegi hérna syðst. Á öðrum stöðum á landinu verður þetta mest skafrenningur og hríðarkóf,“ segir Þorsteinn. Hann á von á að það taki að lægja sunnanlands annað kvöld, á milli sjö og níu, en áfram stormur og rok fyrir norðan og austan allt kvöldið og fram undir morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir morgundaginn og gerir ráð fyrir suðaustan- og austanátt, 20 - 28 metrum á sekúndu, Sunnan- og Vestanlands á morgun með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu syðst. Hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi, en hvessir einnig þar síðdegis með ofankomu. Vægt frost á morgun, en hiti um eða yfir frostmarki sunnantil seinnipartinn. Fylgstu með á veðurvef Vísis hér. Tengdar fréttir Stormur á öllu landinu á morgun Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun en búist er við stormi eða roki á landinu á morgun. Meðalvindur á landinu gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. 24. febrúar 2015 12:44 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hún kom í hérað síðastliðinn sunnudag og gefur Þorranum ekkert eftir. Um er að ræða Góuna, fimmta og næstsíðasti mánuð vetrar, sem lét strax finna fyrir sér á fyrsta degi með ofsaveðri. En það var einungis forrétturinn miðað við veðurspá morgundagsins. Gera má ráð fyrir að færð muni spillast mjög hratt sunnanlands strax um morguninn. „Það verður mikið kóf því það er mjög mikið af lausum snjó og kalt. Þannig að færðin spillist eflaust mjög hratt strax í fyrramálið. Það verða örugglega samgöngutruflanir sunnanlands,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi um spá morgundagsins. Sídegis á hann einnig von á afar slæmu veðri fyrir norðan og austan. „Hvassviðri og kóf og slæmar samgöngur,“ segir Þorsteinn. Búist er við hlýnandi veðri annað kvöld sunnanlands og því mun fylgja rigning og þar með slabb á vegum. „Annars er austan áttin aldrei neitt voðalega slæm í Reykjavík en allt Suðurlandið er undir. Það er náttúrlega Hellisheiðin og Suðurlandsundirlendið allt, Eyjafjöll, Mýrdalur og Skaftafellssýslan. Þetta fer smám saman yfir í rigningu upp úr hádegi hérna syðst. Á öðrum stöðum á landinu verður þetta mest skafrenningur og hríðarkóf,“ segir Þorsteinn. Hann á von á að það taki að lægja sunnanlands annað kvöld, á milli sjö og níu, en áfram stormur og rok fyrir norðan og austan allt kvöldið og fram undir morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir morgundaginn og gerir ráð fyrir suðaustan- og austanátt, 20 - 28 metrum á sekúndu, Sunnan- og Vestanlands á morgun með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu syðst. Hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi, en hvessir einnig þar síðdegis með ofankomu. Vægt frost á morgun, en hiti um eða yfir frostmarki sunnantil seinnipartinn. Fylgstu með á veðurvef Vísis hér.
Tengdar fréttir Stormur á öllu landinu á morgun Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun en búist er við stormi eða roki á landinu á morgun. Meðalvindur á landinu gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. 24. febrúar 2015 12:44 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Stormur á öllu landinu á morgun Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun en búist er við stormi eða roki á landinu á morgun. Meðalvindur á landinu gæti farið upp í 28 metra á sekúndu. 24. febrúar 2015 12:44