Innlent

Hvalasýning rís úr öskunni

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Uppsetning hvalasýningar, sem varð eldri að bráð rétt fyrir fyrirhugaðan opnunardag í september, er á lokametrunum og verður opnuð síðar í vikunni. Framkvæmdastjóri sýningarinnar segir að of mikil ástríða hafi verið í verkefninu til að gefa það upp á bátinn.

Hvalasýningin, sem er sú stærsta í Evrópu, hefur verið í bígerð í um tvö ár. Nokkrum dögum fyrir opnunardaginn í haust kviknaði hins vegar í út frá rafsuðu, þegar iðnaðarmenn unnu að því að koma síðasta hvalalíkaninu upp. Allt tiltækt slökkvilið var kallað til, miklar sót og vatnsskemmdir urðu á sýningunni og tjónið mikið. 

Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir að eldsvoðinn hafi verið mikið áfall en er að vonum ánægð með að uppsetningin sé nú á lokasprettinum. Hún er jákvæð og bjartsýn á framhaldið og segir að bæði ferðaþjónusta og almenningur hafi nú þegar sýnt verkefninu mikinn áhuga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×