Innlent

Nær allir með alvarlegan vanda

Svavar Hávarðsson skrifar
Innskráðir 2012 voru 1.727 einstaklingar.
Innskráðir 2012 voru 1.727 einstaklingar. vísir/E.Ól
Könnun meðal allra sjúklinga á Vogi sýndi að svo gott sem allir sem þar leituðu sér lækninga greindust með alvarlegan fíknivanda.

Könnunin náði til 1.727 einstaklinga sem lögðust inn á Vog árið 2012, og eins og kemur fram í frétt á heimasíðu SÁÁ greindust 95,3% þessa hóps með sex eða fleiri möguleg einkenni sem stuðst er við þegar fíknisjúkdómur er greindur, samkvæmt sjúkdómsgreiningarviðmiðum bandarísku geðlæknasamtakanna American Psychiatric Association.

Kannað er hvort sjúklingur sé eða hafi undanfarna tólf mánuði verið haldinn alls ellefu mögulegum einkennum. Sjúklingar sem greinast með 2-3 einkenni teljast hafa vægan vanda, hjá þeim sem hafa 4-5 einkenni telst vandinn í meðallagi. Ef sjúklingur greinist með sex einkenni eða fleiri af þessum ellefu telst hann eiga við mikinn vanda að stríða. Af hópnum greindust 316 með öll einkennin, 161 með 10 einkenni og 886 með níu einkenni, eða 51,3%. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×