Innlent

Enn haldið sofandi í öndunarvél

Fallið var um 8 metrar.
Fallið var um 8 metrar. Vísir/ernir
Ungum manni sem féll um átta metra í Garðabæ á þriðjudag er enn haldið sofandi í öndundarvél.

Maðurinn féll af þriðju hæð fjölbýlishúss en ekki er vitað nákvæmlega um tildrög slyssins.

Grunur leikur á um að gleðskapur hafi verið í húsinu þegar atvikið átti sér stað og að „einhver fíflagangur“ hafi leitt til þess að maðurinn féll fram af svölunum eins og lögreglumaður komst að orði á þriðjudag.

Að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans fór maðurinn í aðgerð skömmu eftir slysið en Anna gat ekki gefið upp um frekari líðan eða horfur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×