Innlent

Ungur maður féll um átta metra eftir fíflagang í Garðabæ

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fallið var um 8 metrar.
Fallið var um 8 metrar. Vísir/ernir
Ungur maður var fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið af þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Löngulínu í Garðabæ nú í hádeginu.

Rannsóknarlögreglumenn er nú á vettvangi og svæðið hefur verið girt af. Blóðpoll mátti sjá á gangstéttinni þar sem maðurinn lenti  en ætla má að fallið hafi verið um 8 metrar.

Í samtali við Vísi segir lögreglumaður að grunur leiki á um að gleðskapur hafi verið í húsinu þegar atvikið átti sér stað og að „einhver fíflagangur“ hafi leitt til þess að maðurinn féll fram af svölunum.

Fallið hafi þó ekki borið að með saknæmum hætti.

Að sögn læknis á bráðamóttöku Landspítalans á enn eftir að klára að lesa úr rannsóknum en bráðabirgðaniðurstöður gáfu til kenna að maðurinn væri ekki í bráðri lífshættu. Hann hafi þó verið með einhverja útlimaáverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×