Tíðahringurinn stýrir innkaupum kvenna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 25. júní 2015 12:00 Konur eru líklegri til að velja sér nýtt merki þegar þær eru með egglos. NORDICPHOTOS/GETTY Tíðahringurinn stýrir innkaupum kvenna. Þegar þær eru með egglos, og þar með meira estrógen í blóðinu en á öðrum tímum, eru þær líklegri til að leita að fjölbreyttari vörum en annars. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Kristinu Durante, sérfræðings í markaðsrannsóknum við UTSA-háskólann í Bandaríkjunum. Nokkur hundruð konur á aldrinum 18 til 40 ára voru beðnar um að taka þátt í rannsókn Durante. Þær sem ekki greindu frá hvar þær voru í tíðahringnum og þær sem notuðu hormónagetnaðarvarnir eins og pilluna voru útilokaðar. Meðalaldur þátttakenda var 22 ár, að því er segir í frétt á vísindavefnum forskning.no. Á hverjum degi í heilan mánuð voru konurnar látnar velja á milli varalita, naglalakks og skópara í 20 mismunandi litum. Þar að auki gátu þær valið á milli 20 mismunandi bragðtegunda af jógúrt og jafnmargra súkkulaðitegunda. Þær gátu valið sér eins margar tegundir og þær vildu. Haft er eftir Durante að konur velji fleiri mismunandi tegundir þegar þær eru sem frjósamastar og sérstaklega þær sem eru í sambandi. Það hversu gott ástarsambandið er skiptir jafnframt máli. Því minna sem konur eru tengdar maka sínum, þeim mun fjölbreyttari vörutegundir velja þær. Vísindamennirnir ætla að reyna að finna skýringu á þessu. Durante segir að hægt sé að ímynda sér að þetta sé kannski eins og að fá aðgang að fleiri sviðum samfélagsins sem bjóði upp á betra aðgengi að nýjum maka með góð gen. Bæði einhleypar konur og konur í sambandi velja fleiri tegundir af súkkulaði þegar þær eru sem frjósamastar. En konur sem eru ekki í mjög nánu sambandi við maka sinn velja miklu fleiri súkkulaðitegundir en þær sem eru í nánu sambandi. Í þessu samhengi er bent á að konur í góðu sambandi finni ekki fyrir þörf á fjölbreyttu vöruúrvali þar sem þær hafi fundið maka sem þær eru ánægðar með. Það er mat vísindamannanna að rannsóknin gefi hugmyndir um hvað það er sem stýrir vali neytenda. Niðurstöðurnar hvetji til fleiri spennandi markaðsrannsókna. Haft er eftir Durante að rannsóknin hafi einnig bent til að merkjatryggðin minnki í kringum egglos þar sem konur hafi þá meiri tilhneigingu til að skipta yfir í nýtt merki. Greint er frá niðurstöðunum í Journal of Consumers Research. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Tíðahringurinn stýrir innkaupum kvenna. Þegar þær eru með egglos, og þar með meira estrógen í blóðinu en á öðrum tímum, eru þær líklegri til að leita að fjölbreyttari vörum en annars. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Kristinu Durante, sérfræðings í markaðsrannsóknum við UTSA-háskólann í Bandaríkjunum. Nokkur hundruð konur á aldrinum 18 til 40 ára voru beðnar um að taka þátt í rannsókn Durante. Þær sem ekki greindu frá hvar þær voru í tíðahringnum og þær sem notuðu hormónagetnaðarvarnir eins og pilluna voru útilokaðar. Meðalaldur þátttakenda var 22 ár, að því er segir í frétt á vísindavefnum forskning.no. Á hverjum degi í heilan mánuð voru konurnar látnar velja á milli varalita, naglalakks og skópara í 20 mismunandi litum. Þar að auki gátu þær valið á milli 20 mismunandi bragðtegunda af jógúrt og jafnmargra súkkulaðitegunda. Þær gátu valið sér eins margar tegundir og þær vildu. Haft er eftir Durante að konur velji fleiri mismunandi tegundir þegar þær eru sem frjósamastar og sérstaklega þær sem eru í sambandi. Það hversu gott ástarsambandið er skiptir jafnframt máli. Því minna sem konur eru tengdar maka sínum, þeim mun fjölbreyttari vörutegundir velja þær. Vísindamennirnir ætla að reyna að finna skýringu á þessu. Durante segir að hægt sé að ímynda sér að þetta sé kannski eins og að fá aðgang að fleiri sviðum samfélagsins sem bjóði upp á betra aðgengi að nýjum maka með góð gen. Bæði einhleypar konur og konur í sambandi velja fleiri tegundir af súkkulaði þegar þær eru sem frjósamastar. En konur sem eru ekki í mjög nánu sambandi við maka sinn velja miklu fleiri súkkulaðitegundir en þær sem eru í nánu sambandi. Í þessu samhengi er bent á að konur í góðu sambandi finni ekki fyrir þörf á fjölbreyttu vöruúrvali þar sem þær hafi fundið maka sem þær eru ánægðar með. Það er mat vísindamannanna að rannsóknin gefi hugmyndir um hvað það er sem stýrir vali neytenda. Niðurstöðurnar hvetji til fleiri spennandi markaðsrannsókna. Haft er eftir Durante að rannsóknin hafi einnig bent til að merkjatryggðin minnki í kringum egglos þar sem konur hafi þá meiri tilhneigingu til að skipta yfir í nýtt merki. Greint er frá niðurstöðunum í Journal of Consumers Research.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira