Skilur yfirlýsingar Sigmundar um fylgi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. júní 2015 12:15 Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að auðvitað þætti pólitískum andstæðingum það áhyggjuefni ef flokkurinn fengi 30-40 prósenta fylgi í kosningum. vísir/gva Þingflokksformaður Pírata skilur að forsætisráðherra hræðist það að fylgi Pírata haldi sér. Hann segist ekki vita hvaða gildum yrði stefnt í hættu nái Píratar 30 til 40 prósenta fylgi, líkt og ráðherrann segir að muni gerast. Allt önnur stefna hjá Pírötum Sigmundur Davíð segir í viðtali við DV í dag að ef Píratar fengju 30 til 40 prósenta fylgi í kosningum þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Hann segir það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum. Hann telur það þó ekki muni gerast. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki vita hvaða gildi Sigmundur talar um. „Hann talar þarna um einhver gildi sem Íslendingar eiga að hafa verið að byggja upp síðustu áratugi og mér finnst óljóst hvað hann eigi við með þeim en alla vega þau gildi sem við höfum lagt höfuðáherslu á eru lýðræðisumbætur,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð.vísir/vilhelm Skilur yfirlýsinguna Helgi segist ekki vera sammála Sigmundi Davíð um að það sé áhyggjuefni fyrir samfélagið ef Píratar ná áhrifum en skilur þó að hann skuli segja það. „Auðvitað þætti honum það áhyggjuefni og auðvitað þætti pólitískum andstæðingum okkur það áhyggjuefni og ég veit ekki hvers vegna hann ætti að segja eitthvað annað né hvernig ég ætti að svara því, ef ég segi alveg eins og er,“ segir hann.Óvíst með fylgisþróunina Sigmundur Davíð segir við DV að hann telji ekki líkur á að Píratar fái jafn mikið fylgi og þeir mælast með í skoðanakönnunum í næstu kosningum. Helgi Hrafn segir margt geti gerst á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. „Ég þori bara ekkert að segja um það ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru tvö ár í kosningar og það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, vissulega. Ég meina, ég veit ekki frekar en hver annar hvernig fylgið muni þróast. Auðvitað kemur þetta öllum á óvart held ég, þar á meðal okkur, þannig að ég veit ekki hvað ég geti sagt með neinni vissu um það hvernig fylgið muni þróast næstu tvö ár,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur að forsætisráðherra hræðist það að fylgi Pírata haldi sér. Hann segist ekki vita hvaða gildum yrði stefnt í hættu nái Píratar 30 til 40 prósenta fylgi, líkt og ráðherrann segir að muni gerast. Allt önnur stefna hjá Pírötum Sigmundur Davíð segir í viðtali við DV í dag að ef Píratar fengju 30 til 40 prósenta fylgi í kosningum þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Hann segir það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum. Hann telur það þó ekki muni gerast. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki vita hvaða gildi Sigmundur talar um. „Hann talar þarna um einhver gildi sem Íslendingar eiga að hafa verið að byggja upp síðustu áratugi og mér finnst óljóst hvað hann eigi við með þeim en alla vega þau gildi sem við höfum lagt höfuðáherslu á eru lýðræðisumbætur,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð.vísir/vilhelm Skilur yfirlýsinguna Helgi segist ekki vera sammála Sigmundi Davíð um að það sé áhyggjuefni fyrir samfélagið ef Píratar ná áhrifum en skilur þó að hann skuli segja það. „Auðvitað þætti honum það áhyggjuefni og auðvitað þætti pólitískum andstæðingum okkur það áhyggjuefni og ég veit ekki hvers vegna hann ætti að segja eitthvað annað né hvernig ég ætti að svara því, ef ég segi alveg eins og er,“ segir hann.Óvíst með fylgisþróunina Sigmundur Davíð segir við DV að hann telji ekki líkur á að Píratar fái jafn mikið fylgi og þeir mælast með í skoðanakönnunum í næstu kosningum. Helgi Hrafn segir margt geti gerst á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. „Ég þori bara ekkert að segja um það ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru tvö ár í kosningar og það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, vissulega. Ég meina, ég veit ekki frekar en hver annar hvernig fylgið muni þróast. Auðvitað kemur þetta öllum á óvart held ég, þar á meðal okkur, þannig að ég veit ekki hvað ég geti sagt með neinni vissu um það hvernig fylgið muni þróast næstu tvö ár,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06