Innlent

Segja flokka ekki halda lista yfir stjórnmálaskoðanir fólks

Samúel Karl Ólason skrifar
Athugunin beindist þeim stjórnmálaflokkum sem buðu fram í fjórum stærstu sveitarfélögum landsins í síðustu sveitastjórnarkosningum.
Athugunin beindist þeim stjórnmálaflokkum sem buðu fram í fjórum stærstu sveitarfélögum landsins í síðustu sveitastjórnarkosningum. Vísir/Valli
Persónuvernd segir stjórnmálaflokka ekki halda lista yfir stjórnmálaskoðanir fólks sem ekki er skráð í flokkana. Frumkvæðisathugun stofnunarinnar tók langan tíma, en um mikið af gögnum var að ræða. Persónuvernd barst ábending um miðjan maí árið 2014 þar að svara að sem óskað var eftir því að Persónuvernd myndi kanna hvort stjórnmálaflokkar héldu skrár yfir stjórnmálaskoðanir fólks, aðra en flokksfélagaskrá, án samþykkis viðkomandi.

Óskaði stofnunin að henni bærust upplýsingar um það annars vegar hvaða upplýsingar væru skráðar um félagsmenn viðkomandi stjórnmálaflokks og hins vegar hvort upplýsingar væru skráðar um aðra en félagsmenn, og ef svo væri hvaða upplýsingar það væru.

Athugunin beindist þeim stjórnmálaflokkum sem buðu fram í fjórum stærstu sveitarfélögum landsins í síðustu sveitastjórnarkosningum. Um er að ræða Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri.

Svörin sem Persónuvernd fékk gáfu ekki tilefni til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni báru svör stjórnmálaflokkanna með sér að almennt væri haldin félagsskrá eða félagatal með almennum lýðskrárupplýsingum um nafn, heimilisfang, kennitölu, símanúmer og netfang. Þær upplýsingar voru veittar með samþykki fólks við skráningu í flokkinn.

Svörin báru hins vegar ekki með sér að stjórnmálaflokkar héldu skrár um stjórnmálaskoðanir annarra en flokksmeðlima. Heilmilt er að vinna með slíkar upplýsingar á grundvelli samþykkis samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Meðfylgjandi er bréf sem Persónuvernd sendi á einn af flokkunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×