Þýðir flóknu orðin í Grey's Sólveig Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 08:00 Jón Þorkell Einarsson, lyf- og gigtarlæknir í Lundi. Einlægir aðdáendur Grey’s Anatomy kannast líklega við nafnið Jón Þorkell Einarsson enda birtist það ávallt í lok þáttanna með titlinum faglegur ráðgjafi. Jón Þorkell starfar sem sérfræðingur í gigtarlækningum í Lundi í Svíþjóð en þar hefur hann búið í um átta ár. „Ágústa Rúnarsdóttir, sem þýðir þættina, er vinkona mín síðan í grunnskóla. Fyrir nokkrum árum fór hún að senda á mig, í gegnum Facebook, eitt og eitt orð sem hún lenti í vandræðum með en síðan hefur þetta aðeins verið að aukast,“ segir Jón Þorkell og bætir við að sumir þættir séu erfiðari en aðrir. „Þá hafa sumar seríur verið sérstaklega krefjandi. Ég man sérstaklega eftir einni þar sem læknarnir voru einkar nýjungagjarnir og tóku upp alla nýsköpun í læknisfræðinni. Þá var mikið um nýyrðasmíði hjá okkur,“ segir hann glettinn. Töluverð tímapressa er á þýðanda Grey’s og faglegum ráðgjafa hans enda er þátturinn sýndur á Íslandi aðeins tveimur dögum eða svo eftir frumsýningu í Bandaríkjunum. „Við þurfum því að hafa hraðar hendur.“En hvernig vinnið þið þetta? „Ágústa sendir á mig orðin í símann, ég tek mér smá umhugsunarfrest eða fletti einhverju upp og sendi svo til baka,“ lýsir Jón Þorkell en stundum fær hann einnig heilar setningar til að þýða. „Sem betur fer er Ágústa mjög fær í þessu og er búin að setja saman setningarnar en ég þarf að fylla inn í orðin sem þarf að þýða. Ég man þó eftir flókinni aðgerð þar sem þurfti að þýða nánast hvert einasta orð og hvert þeirra var mjög flókið,“ segir hann. Hann útskýrir að nokkur list felist í því að þýða setningar á stuttan en hnitmiðaðan hátt án þess að merkingin tapist enda sé plássið fyrir textann undir myndinni fremur knappur. „Ég var einn af þeim sem voru mjög pirraðir út í svona þýðingar áður en ég fór út í þetta verkefni. Nú ber ég mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur við þetta.“ Jón Þorkell segir oft dálítið skrítið að þýða þetta erlenda læknamál. „Sum íslensku orðin eru svo kjánaleg, aðallega af því að mörg þeirra eru aldrei notuð annars staðar en í Læknablaðinu. Orð eins og dúraveiki og dáslekja (e. narcolepsy og cataplexy) hrífa ekki í daglegu tali,“ segir hann kíminn. Flókið getur verið að þýða samtöl lækna í skurðaðgerð.Nodricphotos/Getty Sjálfur er Jón Þorkell ekki aðdáandi þáttanna og slysast sjaldan til að horfa á þá. „Konan mín horfði hins vegar á fyrstu sex seríurnar.“En stenst það sem kemur fram í þáttunum raunveruleikann? „Sjúkdómarnir sem koma fram eru til og flest læknisfræðileg heitin sem eru notuð eru til, en samfélagið, sem lýst er í þessum þáttum, er auðvitað ekki trúverðugt. Þetta eru allt saman skurðlæknar og aðrar starfsstéttir eru lítt áberandi. Þá taka þeir að sér alls konar verkefni sem skurðlæknar gera ekki, hoppa til dæmis í störf annarra sérfræðilækna sem gerist ekki í raunveruleikanum.“ Jón Þorkell nefnir einnig allar þær nýjungar sem læknarnir prófa. „Slíkar nýjungar er aðeins að finna á fínum akademískum sjúkrahúsumen ekki einkareknum sjúkrahúsum eins og þetta á að vera.“ Hann segir að þó ekkert sé athugavert við sjúkdómana sjálfa í þáttunum séu þeir líklega ekki það sem laði fólk að þeim. „Ef maður er spenntur fyrir áhugaverðum sjúkdómstilfellum horfir maður frekar á Doktor House,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi stundum vitnað í lækninn úrilla í sínum fyrirlestrum. „Vandamálið við House er þó að þar er það sami læknirinn sem tekur röntgenmyndina, sker upp heila og allt þar á milli,“ segir hann og hlær. Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Einlægir aðdáendur Grey’s Anatomy kannast líklega við nafnið Jón Þorkell Einarsson enda birtist það ávallt í lok þáttanna með titlinum faglegur ráðgjafi. Jón Þorkell starfar sem sérfræðingur í gigtarlækningum í Lundi í Svíþjóð en þar hefur hann búið í um átta ár. „Ágústa Rúnarsdóttir, sem þýðir þættina, er vinkona mín síðan í grunnskóla. Fyrir nokkrum árum fór hún að senda á mig, í gegnum Facebook, eitt og eitt orð sem hún lenti í vandræðum með en síðan hefur þetta aðeins verið að aukast,“ segir Jón Þorkell og bætir við að sumir þættir séu erfiðari en aðrir. „Þá hafa sumar seríur verið sérstaklega krefjandi. Ég man sérstaklega eftir einni þar sem læknarnir voru einkar nýjungagjarnir og tóku upp alla nýsköpun í læknisfræðinni. Þá var mikið um nýyrðasmíði hjá okkur,“ segir hann glettinn. Töluverð tímapressa er á þýðanda Grey’s og faglegum ráðgjafa hans enda er þátturinn sýndur á Íslandi aðeins tveimur dögum eða svo eftir frumsýningu í Bandaríkjunum. „Við þurfum því að hafa hraðar hendur.“En hvernig vinnið þið þetta? „Ágústa sendir á mig orðin í símann, ég tek mér smá umhugsunarfrest eða fletti einhverju upp og sendi svo til baka,“ lýsir Jón Þorkell en stundum fær hann einnig heilar setningar til að þýða. „Sem betur fer er Ágústa mjög fær í þessu og er búin að setja saman setningarnar en ég þarf að fylla inn í orðin sem þarf að þýða. Ég man þó eftir flókinni aðgerð þar sem þurfti að þýða nánast hvert einasta orð og hvert þeirra var mjög flókið,“ segir hann. Hann útskýrir að nokkur list felist í því að þýða setningar á stuttan en hnitmiðaðan hátt án þess að merkingin tapist enda sé plássið fyrir textann undir myndinni fremur knappur. „Ég var einn af þeim sem voru mjög pirraðir út í svona þýðingar áður en ég fór út í þetta verkefni. Nú ber ég mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur við þetta.“ Jón Þorkell segir oft dálítið skrítið að þýða þetta erlenda læknamál. „Sum íslensku orðin eru svo kjánaleg, aðallega af því að mörg þeirra eru aldrei notuð annars staðar en í Læknablaðinu. Orð eins og dúraveiki og dáslekja (e. narcolepsy og cataplexy) hrífa ekki í daglegu tali,“ segir hann kíminn. Flókið getur verið að þýða samtöl lækna í skurðaðgerð.Nodricphotos/Getty Sjálfur er Jón Þorkell ekki aðdáandi þáttanna og slysast sjaldan til að horfa á þá. „Konan mín horfði hins vegar á fyrstu sex seríurnar.“En stenst það sem kemur fram í þáttunum raunveruleikann? „Sjúkdómarnir sem koma fram eru til og flest læknisfræðileg heitin sem eru notuð eru til, en samfélagið, sem lýst er í þessum þáttum, er auðvitað ekki trúverðugt. Þetta eru allt saman skurðlæknar og aðrar starfsstéttir eru lítt áberandi. Þá taka þeir að sér alls konar verkefni sem skurðlæknar gera ekki, hoppa til dæmis í störf annarra sérfræðilækna sem gerist ekki í raunveruleikanum.“ Jón Þorkell nefnir einnig allar þær nýjungar sem læknarnir prófa. „Slíkar nýjungar er aðeins að finna á fínum akademískum sjúkrahúsumen ekki einkareknum sjúkrahúsum eins og þetta á að vera.“ Hann segir að þó ekkert sé athugavert við sjúkdómana sjálfa í þáttunum séu þeir líklega ekki það sem laði fólk að þeim. „Ef maður er spenntur fyrir áhugaverðum sjúkdómstilfellum horfir maður frekar á Doktor House,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi stundum vitnað í lækninn úrilla í sínum fyrirlestrum. „Vandamálið við House er þó að þar er það sami læknirinn sem tekur röntgenmyndina, sker upp heila og allt þar á milli,“ segir hann og hlær.
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira