Innanríkisráðherra segir taka tíma að styrkja löggæsluna Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 220 lögregluþjóna þarf til starfa, segir ríkislögreglustjóri – 640 eru við störf. fréttablaðið/pjetur Alþingi Ólöf Nordal innanríkisráðherra tekur heils hugar undir það sjónarmið að auka verði framlög til löggæslunnar í landinu – en uppbyggingin sé langtímaverkefni. Ekki liggur fyrir hvernig aukafjárveitingu til lögreglu að upphæð 400 milljónir króna verður varið. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti máls á starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í gær. Hann sagði það óþolandi stöðu fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað mikið á sama tíma og íbúum landsins og ökutækjum á vegum úti, auk ferðamanna, hafi fjölgað jafn mikið og raun ber vitni.Ólöf NordalÓlöf sagði 400 milljóna króna aukaframlag viðleitni til að bæta starfsumhverfi lögreglunnar, en sagði það jafnframt að hraðar yrði ekki farið og þessi grundvallarstoð yrði ekki byggð upp nema á löngum tíma. „Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og vegna nýrra verkefna. Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsögðu líka aukið álag á lögregluna og við því verðum við að bregðast. Það er mjög mikilvægt að öryggi sé tryggt fyrir borgara þessa lands og þá gesti sem hingað koma,“ sagði Ólöf og ennfremur að við greiningu á lögregluembættum landsins hafi komið fram veikleikar í starfseminni sem sé brýnt að mæta. Árið 2013 var ákveðin aukafjárveiting til löggæslunnar að upphæð 500 milljónir króna – og sú upphæð mun verða varanleg á fjárlögum næstu ára. Því kemur 400 milljóna fjárveitingin nú því til viðbótar – og hefur 1,4 milljörðum aukalega því verið varið til lögreglunnar á síðustu árum, sem er töluvert minna en nefnd á vegum þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, lagði til árið 2013 eða að grunnfjárveitingar til lögreglunnar yrðu hækkaðar um a.m.k. 875 milljónir á ári umfram verðlagshækkanir fjárlaga á næstu fjórum árum eða um 3,5 milljarða króna á tímabilinu til þess að mæta nauðsynlegri fjölgun lögreglumanna, auka búnað lögreglunnar og menntun og þjálfun lögreglumanna. Þingmannanefnd undir formennsku Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vann tillögur að því hvernig féð var nýtt árið 2014, og var niðurstaðan 44 manna fjölgun í lögregluliðinu. Sama nefnd mælir með því að fjárveiting þessa árs verði nýtt með svipuðum hætti – og sami fjöldi verði ráðinn. Hins vegar er það ekki ljóst hvernig 400 milljóna aukaframlaginu því til viðbótar verður varið og skýrist eftir öryggis- og þjónustugreiningu í innanríkisráðuneytinu sem stendur yfir. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Alþingi Ólöf Nordal innanríkisráðherra tekur heils hugar undir það sjónarmið að auka verði framlög til löggæslunnar í landinu – en uppbyggingin sé langtímaverkefni. Ekki liggur fyrir hvernig aukafjárveitingu til lögreglu að upphæð 400 milljónir króna verður varið. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti máls á starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í gær. Hann sagði það óþolandi stöðu fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað mikið á sama tíma og íbúum landsins og ökutækjum á vegum úti, auk ferðamanna, hafi fjölgað jafn mikið og raun ber vitni.Ólöf NordalÓlöf sagði 400 milljóna króna aukaframlag viðleitni til að bæta starfsumhverfi lögreglunnar, en sagði það jafnframt að hraðar yrði ekki farið og þessi grundvallarstoð yrði ekki byggð upp nema á löngum tíma. „Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og vegna nýrra verkefna. Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsögðu líka aukið álag á lögregluna og við því verðum við að bregðast. Það er mjög mikilvægt að öryggi sé tryggt fyrir borgara þessa lands og þá gesti sem hingað koma,“ sagði Ólöf og ennfremur að við greiningu á lögregluembættum landsins hafi komið fram veikleikar í starfseminni sem sé brýnt að mæta. Árið 2013 var ákveðin aukafjárveiting til löggæslunnar að upphæð 500 milljónir króna – og sú upphæð mun verða varanleg á fjárlögum næstu ára. Því kemur 400 milljóna fjárveitingin nú því til viðbótar – og hefur 1,4 milljörðum aukalega því verið varið til lögreglunnar á síðustu árum, sem er töluvert minna en nefnd á vegum þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, lagði til árið 2013 eða að grunnfjárveitingar til lögreglunnar yrðu hækkaðar um a.m.k. 875 milljónir á ári umfram verðlagshækkanir fjárlaga á næstu fjórum árum eða um 3,5 milljarða króna á tímabilinu til þess að mæta nauðsynlegri fjölgun lögreglumanna, auka búnað lögreglunnar og menntun og þjálfun lögreglumanna. Þingmannanefnd undir formennsku Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vann tillögur að því hvernig féð var nýtt árið 2014, og var niðurstaðan 44 manna fjölgun í lögregluliðinu. Sama nefnd mælir með því að fjárveiting þessa árs verði nýtt með svipuðum hætti – og sami fjöldi verði ráðinn. Hins vegar er það ekki ljóst hvernig 400 milljóna aukaframlaginu því til viðbótar verður varið og skýrist eftir öryggis- og þjónustugreiningu í innanríkisráðuneytinu sem stendur yfir.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira