Heimsklassa trymbill kennir íslendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2015 12:00 Hér eru trommuleikararnir Einar Scheving, Benedikt Brynleifsson, Benny Greb og Halldór Lárusson, en þeir koma allir fram í dag. mynd/jóhann hjörleifsson „Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira