Heimsklassa trymbill kennir íslendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2015 12:00 Hér eru trommuleikararnir Einar Scheving, Benedikt Brynleifsson, Benny Greb og Halldór Lárusson, en þeir koma allir fram í dag. mynd/jóhann hjörleifsson „Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
„Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið