Heimsklassa trymbill kennir íslendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2015 12:00 Hér eru trommuleikararnir Einar Scheving, Benedikt Brynleifsson, Benny Greb og Halldór Lárusson, en þeir koma allir fram í dag. mynd/jóhann hjörleifsson „Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög