Samdi lög við gömul ástarljóð afa síns 4. mars 2015 10:30 Anna María Björnsdóttir Visir/Daniel Karlsson Tónlistarkonan Anna María Björnsdóttir hefur gefið út plötuna Hver stund með þér, ásamt Svavari Knúti. Á henni má finna lög sem hún samdi við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur Björn Guðmundsson, samdi til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur. „Hann orti öll þessi ljóð til hennar yfir sextíu ára tímabil, alveg frá því þau kynntust og þangað til þau voru orðin gömul. Það höfðu fáir í fjölskyldunni séð þau og hann leyfði okkur ekki að sjá þau fyrr en löngu seinna,“ segir Anna María. Þá hafi afi hennar tekið sig til og skrifað upp öll ljóðin inn í tölvu svo þau myndu varðveitast. Anna segir að þau hjónin hafi alltaf verið jafn ástfangin, alveg fram á síðasta dag, en þau létust með árs millibili. Anna segir það gaman að skoða fyrstu ljóðin sem fjalla um framtíð þeirra saman og svo þessi yngri, þegar hann er meira að þakka henni fyrir allan þann tíma sem þau hafi átt saman. „Það er svo gaman að sjá ljóðin sem hann skrifaði fyrst þegar þau eru ung og nýbúin að kynnast og svo ljóðin sem hann skrifar þegar hann er orðinn gamall, hvað ástin er enn til staðar og hvað hann ber enn sömu tilfinningar til hennar,“ segir hún og bætir við: „Hann horfði alltaf á hana með sömu aðdáunaraugum.“ Aðspurð hvort hún eigi sér eftirlætisljóð eftir afa sinni, segir hún erfitt að gera upp á milli þeirra. „Þau eru eiginlega öll í uppáhaldi á sinn hátt, en ljóðið Eitt lítið ljóð finnst mér þó sérstakega fallegt,“ segir hún. Er þetta önnur sólóplata Önnu, og sú fjórða í heildina, en hún hefur gefið út tvær plötur með Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI í Danmörku. Fimmtudaginn 12. mars klukkan 20.00 verða haldnir útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Tónlistarkonan Anna María Björnsdóttir hefur gefið út plötuna Hver stund með þér, ásamt Svavari Knúti. Á henni má finna lög sem hún samdi við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur Björn Guðmundsson, samdi til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur. „Hann orti öll þessi ljóð til hennar yfir sextíu ára tímabil, alveg frá því þau kynntust og þangað til þau voru orðin gömul. Það höfðu fáir í fjölskyldunni séð þau og hann leyfði okkur ekki að sjá þau fyrr en löngu seinna,“ segir Anna María. Þá hafi afi hennar tekið sig til og skrifað upp öll ljóðin inn í tölvu svo þau myndu varðveitast. Anna segir að þau hjónin hafi alltaf verið jafn ástfangin, alveg fram á síðasta dag, en þau létust með árs millibili. Anna segir það gaman að skoða fyrstu ljóðin sem fjalla um framtíð þeirra saman og svo þessi yngri, þegar hann er meira að þakka henni fyrir allan þann tíma sem þau hafi átt saman. „Það er svo gaman að sjá ljóðin sem hann skrifaði fyrst þegar þau eru ung og nýbúin að kynnast og svo ljóðin sem hann skrifar þegar hann er orðinn gamall, hvað ástin er enn til staðar og hvað hann ber enn sömu tilfinningar til hennar,“ segir hún og bætir við: „Hann horfði alltaf á hana með sömu aðdáunaraugum.“ Aðspurð hvort hún eigi sér eftirlætisljóð eftir afa sinni, segir hún erfitt að gera upp á milli þeirra. „Þau eru eiginlega öll í uppáhaldi á sinn hátt, en ljóðið Eitt lítið ljóð finnst mér þó sérstakega fallegt,“ segir hún. Er þetta önnur sólóplata Önnu, og sú fjórða í heildina, en hún hefur gefið út tvær plötur með Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI í Danmörku. Fimmtudaginn 12. mars klukkan 20.00 verða haldnir útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira