Samdi lög við gömul ástarljóð afa síns 4. mars 2015 10:30 Anna María Björnsdóttir Visir/Daniel Karlsson Tónlistarkonan Anna María Björnsdóttir hefur gefið út plötuna Hver stund með þér, ásamt Svavari Knúti. Á henni má finna lög sem hún samdi við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur Björn Guðmundsson, samdi til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur. „Hann orti öll þessi ljóð til hennar yfir sextíu ára tímabil, alveg frá því þau kynntust og þangað til þau voru orðin gömul. Það höfðu fáir í fjölskyldunni séð þau og hann leyfði okkur ekki að sjá þau fyrr en löngu seinna,“ segir Anna María. Þá hafi afi hennar tekið sig til og skrifað upp öll ljóðin inn í tölvu svo þau myndu varðveitast. Anna segir að þau hjónin hafi alltaf verið jafn ástfangin, alveg fram á síðasta dag, en þau létust með árs millibili. Anna segir það gaman að skoða fyrstu ljóðin sem fjalla um framtíð þeirra saman og svo þessi yngri, þegar hann er meira að þakka henni fyrir allan þann tíma sem þau hafi átt saman. „Það er svo gaman að sjá ljóðin sem hann skrifaði fyrst þegar þau eru ung og nýbúin að kynnast og svo ljóðin sem hann skrifar þegar hann er orðinn gamall, hvað ástin er enn til staðar og hvað hann ber enn sömu tilfinningar til hennar,“ segir hún og bætir við: „Hann horfði alltaf á hana með sömu aðdáunaraugum.“ Aðspurð hvort hún eigi sér eftirlætisljóð eftir afa sinni, segir hún erfitt að gera upp á milli þeirra. „Þau eru eiginlega öll í uppáhaldi á sinn hátt, en ljóðið Eitt lítið ljóð finnst mér þó sérstakega fallegt,“ segir hún. Er þetta önnur sólóplata Önnu, og sú fjórða í heildina, en hún hefur gefið út tvær plötur með Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI í Danmörku. Fimmtudaginn 12. mars klukkan 20.00 verða haldnir útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Tónlistarkonan Anna María Björnsdóttir hefur gefið út plötuna Hver stund með þér, ásamt Svavari Knúti. Á henni má finna lög sem hún samdi við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur Björn Guðmundsson, samdi til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur. „Hann orti öll þessi ljóð til hennar yfir sextíu ára tímabil, alveg frá því þau kynntust og þangað til þau voru orðin gömul. Það höfðu fáir í fjölskyldunni séð þau og hann leyfði okkur ekki að sjá þau fyrr en löngu seinna,“ segir Anna María. Þá hafi afi hennar tekið sig til og skrifað upp öll ljóðin inn í tölvu svo þau myndu varðveitast. Anna segir að þau hjónin hafi alltaf verið jafn ástfangin, alveg fram á síðasta dag, en þau létust með árs millibili. Anna segir það gaman að skoða fyrstu ljóðin sem fjalla um framtíð þeirra saman og svo þessi yngri, þegar hann er meira að þakka henni fyrir allan þann tíma sem þau hafi átt saman. „Það er svo gaman að sjá ljóðin sem hann skrifaði fyrst þegar þau eru ung og nýbúin að kynnast og svo ljóðin sem hann skrifar þegar hann er orðinn gamall, hvað ástin er enn til staðar og hvað hann ber enn sömu tilfinningar til hennar,“ segir hún og bætir við: „Hann horfði alltaf á hana með sömu aðdáunaraugum.“ Aðspurð hvort hún eigi sér eftirlætisljóð eftir afa sinni, segir hún erfitt að gera upp á milli þeirra. „Þau eru eiginlega öll í uppáhaldi á sinn hátt, en ljóðið Eitt lítið ljóð finnst mér þó sérstakega fallegt,“ segir hún. Er þetta önnur sólóplata Önnu, og sú fjórða í heildina, en hún hefur gefið út tvær plötur með Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI í Danmörku. Fimmtudaginn 12. mars klukkan 20.00 verða haldnir útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira