Hækkandi aldur Íslendinga kallar á nýjar áherslur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. mars 2015 21:00 vÖldrunardeildin á Vífilstöðum hefur verið yfirfull í nokkrar vikur og sumir þeirra sjötíu einstaklinga sem sitja fastir á Landspítala og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili hafa beðið mánuðum saman. Formaður Landssambands eldri borgara minnir á að lög og stjórnarskrá tryggi fólki það að geta farið á hjúkrunarheimili. Um er að ræða sjötíu aldraða sjúklinga með svokallqað færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að fráflæði frá spítalanum inn á hjúkrunarheimili gangi hægt. Sumir af þessum sjötíu öldruðu einstaklingum hafa beðið mánuðum saman á Landspítalanum.Verulegt álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og óvenju margir leitað þangað á síðustu vikum og langað tíma getur tekið að útskrifa einstaklinga á aðrar deildir vegna plássleysis. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir rót vandans vera skort á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru stjórnvöld skyldug til að hafa þann valkost fyrir fólk að það geti farið á hjúkrunarheimili þegar það þarfnast þess,“ segir Jóna Valgerður. Til að létta á álagi af Landspítalnum var öldrunardeildin á Vífilsstöðum opnuð í nóvember tvö þúsund og þrettán og á þremur hæðum deildarinnar dvelja sjúklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum. Mikilvægi Vífilsstaða fyrir Landspítalann er gríðarlegt en öldrunardeildinn finnur nú sannarlega fyrir álaginu. Þar er gert ráð fyrir 42 sjúklingum að hámarki en þeir þessa stundina 48. Forstjóri Landspítalans segir mikilvægt að fjölga hjúkrunarrýmum en á sama tíma sé nauðsynlegt að styðja fólk svo það geti búið lengur heima. Hækkandi aldur þjóðarinnar kalli á nýja nálgun. Þetta tekur meðal annars til þess að reisa nýjar byggingar við Landspítalann og að bæta flæði innan spítalans en einnig til nýrra lausna.Fréttina má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
vÖldrunardeildin á Vífilstöðum hefur verið yfirfull í nokkrar vikur og sumir þeirra sjötíu einstaklinga sem sitja fastir á Landspítala og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili hafa beðið mánuðum saman. Formaður Landssambands eldri borgara minnir á að lög og stjórnarskrá tryggi fólki það að geta farið á hjúkrunarheimili. Um er að ræða sjötíu aldraða sjúklinga með svokallqað færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að fráflæði frá spítalanum inn á hjúkrunarheimili gangi hægt. Sumir af þessum sjötíu öldruðu einstaklingum hafa beðið mánuðum saman á Landspítalanum.Verulegt álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og óvenju margir leitað þangað á síðustu vikum og langað tíma getur tekið að útskrifa einstaklinga á aðrar deildir vegna plássleysis. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir rót vandans vera skort á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru stjórnvöld skyldug til að hafa þann valkost fyrir fólk að það geti farið á hjúkrunarheimili þegar það þarfnast þess,“ segir Jóna Valgerður. Til að létta á álagi af Landspítalnum var öldrunardeildin á Vífilsstöðum opnuð í nóvember tvö þúsund og þrettán og á þremur hæðum deildarinnar dvelja sjúklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum. Mikilvægi Vífilsstaða fyrir Landspítalann er gríðarlegt en öldrunardeildinn finnur nú sannarlega fyrir álaginu. Þar er gert ráð fyrir 42 sjúklingum að hámarki en þeir þessa stundina 48. Forstjóri Landspítalans segir mikilvægt að fjölga hjúkrunarrýmum en á sama tíma sé nauðsynlegt að styðja fólk svo það geti búið lengur heima. Hækkandi aldur þjóðarinnar kalli á nýja nálgun. Þetta tekur meðal annars til þess að reisa nýjar byggingar við Landspítalann og að bæta flæði innan spítalans en einnig til nýrra lausna.Fréttina má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira