Gúglaði hættur þess að hlæja of mikið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2015 15:00 Leikhópurinn telur sautján manns og koma þau fram stuttu á undan Amy Pohler á hátíðinni í júní. mynd/ImprovIceland „Við erum að fara á hátíð sem hefur verið haldin í sautján ár. Þetta eru 72 klukkutímar af spuna í sjö leikhúsum,“ segir Dóra Jóhannsdóttir, listrænn stjórnandi spunaleikhópsins The Entire Population of Iceland. Hópurinn leggur land undir fót í júní og ferðast til New York þar sem hann mun sýna á Del Close-spunahátíðinni hjá UCB-leikhúsinu þar í borg. En á hátíðinni sýna margir af kunnustu gamanleikurum og handritshöfunum Bandaríkjanna. Sýningarnar eru sýndar allan sólarhringinn í 72 klukkutíma samfleytt og því hægt að lenda á sýningartíma hvenær sem er dagsins en hópurinn hafði svo sannarlega heppnina með sér. „Við verðum á sama sviði og Amy Pohler sem er í næstu sýningu á eftir okkur. Ég var svolítið hrædd um að við myndum fá spott klukkan fimm um nóttina. En við fengum besta spottið sem er fyndið,“ segir Dóra glöð í bragði. The Entire Population of Iceland er sprottið upp úr leikfélaginu Improv Iceland sem æfir saman spuna undir stjórn Dóru en hún hefur lært langspuna síðastliðin ár í UCB-leikhúsinu í New York. Hún segir mikið stuð vera á æfingunum en á miðvikudaginn kom til landsins spunakennarinn Christian Capozzoli sem þjálfa mun hópinn fyrir ferðina og einnig halda vinnubúðir sem opnar verða öllum áhugasömum.Dóra er listrænn stjórnandi hópsins og segir spunann vera ávanabindandi.Vísir/GVAÁ spunahátíðinni heldur hópurinn klukkutímasýningu sem unnin er upp úr einu orði frá áhorfanda en Dóra segir spunann ógnvænlegt og ótrúlega skemmtilegt form. „Það er svo mikið kikk að vera í svona klikkaðri óvissu. Að standa bara á sviði og vita ekkert hvað maður er að fara að gera,“ segir hún og bætir við: „Spuninn er algjörlega ávanabindandi, þegar maður byrjar í þessu þá getur maður ekki hætt.“ Hópurinn er fjölbreyttur og stendur saman af alls konar fólki sem hefur áhuga á því að koma fram en ekki endilega vera leikarar. Meðal annars eru leikarar, leikstjórar, tónlistarmenn, verkfræðingur, sundlaugarvörður og frístundakennari og Dóra segir svo mikið fjör á æfingum að hún hafi óttast um heilsu sína sökum hláturs. „Ég hlæ svo mikið að stundum hef ég fengið áhyggjur. Ég hef í alvöru komið heim og gúglað hvort það sé líkamlega hættulegt að hlæja svona mikið af því mér fannst þetta svo mikil áreynsla,“ segir Dóra skellihlæjandi og bætir við: „Mér fannst ég bara vera að sprengja einhverjar æðar og hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið hollt.“ Henni hefur þó ekki orðið meint af hlátrinum og hún hlakkar mikið til að halda utan og halda áfram með spunanámskeiðin.The Entire Population of Iceland efnir til fjáröflunarsýninga í Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld og næstkomandi föstudag. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og eru sýningarnar klukkan 19.00 og 21.00. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Við erum að fara á hátíð sem hefur verið haldin í sautján ár. Þetta eru 72 klukkutímar af spuna í sjö leikhúsum,“ segir Dóra Jóhannsdóttir, listrænn stjórnandi spunaleikhópsins The Entire Population of Iceland. Hópurinn leggur land undir fót í júní og ferðast til New York þar sem hann mun sýna á Del Close-spunahátíðinni hjá UCB-leikhúsinu þar í borg. En á hátíðinni sýna margir af kunnustu gamanleikurum og handritshöfunum Bandaríkjanna. Sýningarnar eru sýndar allan sólarhringinn í 72 klukkutíma samfleytt og því hægt að lenda á sýningartíma hvenær sem er dagsins en hópurinn hafði svo sannarlega heppnina með sér. „Við verðum á sama sviði og Amy Pohler sem er í næstu sýningu á eftir okkur. Ég var svolítið hrædd um að við myndum fá spott klukkan fimm um nóttina. En við fengum besta spottið sem er fyndið,“ segir Dóra glöð í bragði. The Entire Population of Iceland er sprottið upp úr leikfélaginu Improv Iceland sem æfir saman spuna undir stjórn Dóru en hún hefur lært langspuna síðastliðin ár í UCB-leikhúsinu í New York. Hún segir mikið stuð vera á æfingunum en á miðvikudaginn kom til landsins spunakennarinn Christian Capozzoli sem þjálfa mun hópinn fyrir ferðina og einnig halda vinnubúðir sem opnar verða öllum áhugasömum.Dóra er listrænn stjórnandi hópsins og segir spunann vera ávanabindandi.Vísir/GVAÁ spunahátíðinni heldur hópurinn klukkutímasýningu sem unnin er upp úr einu orði frá áhorfanda en Dóra segir spunann ógnvænlegt og ótrúlega skemmtilegt form. „Það er svo mikið kikk að vera í svona klikkaðri óvissu. Að standa bara á sviði og vita ekkert hvað maður er að fara að gera,“ segir hún og bætir við: „Spuninn er algjörlega ávanabindandi, þegar maður byrjar í þessu þá getur maður ekki hætt.“ Hópurinn er fjölbreyttur og stendur saman af alls konar fólki sem hefur áhuga á því að koma fram en ekki endilega vera leikarar. Meðal annars eru leikarar, leikstjórar, tónlistarmenn, verkfræðingur, sundlaugarvörður og frístundakennari og Dóra segir svo mikið fjör á æfingum að hún hafi óttast um heilsu sína sökum hláturs. „Ég hlæ svo mikið að stundum hef ég fengið áhyggjur. Ég hef í alvöru komið heim og gúglað hvort það sé líkamlega hættulegt að hlæja svona mikið af því mér fannst þetta svo mikil áreynsla,“ segir Dóra skellihlæjandi og bætir við: „Mér fannst ég bara vera að sprengja einhverjar æðar og hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið hollt.“ Henni hefur þó ekki orðið meint af hlátrinum og hún hlakkar mikið til að halda utan og halda áfram með spunanámskeiðin.The Entire Population of Iceland efnir til fjáröflunarsýninga í Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld og næstkomandi föstudag. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og eru sýningarnar klukkan 19.00 og 21.00.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira