Innlent

Bílvelta við Ártúnsbrekku

Birgir Olgeirsson skrifar
Kalla þurfti til kranabíl til að fjarlægja bifreiðina af vettvangi.
Kalla þurfti til kranabíl til að fjarlægja bifreiðina af vettvangi. Vísir&GSS
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna umferðarslys við Ártúnsbrekku í Reykjavík fyrir hádegi. Þar valt jeppi af kerru sem var dregin af Range Rover-jeppa.

Vísir/GSS
Ekki urðu nein slys á fólki. Kalla þurfti til kranabíl til að fjarlægja bifreiðina af vettvangi.

Uppfært:

Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að ökumaður hefði misst stjórn á hvíta jeppanum. Svo var ekki heldur valt hann af kerrunni sem Range Rover-jeppinn dró.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×