Fótbolti

Robben og Lewandowski komnir í sumarfrí

Robben liggur hér meiddur á vellinum í gær.
Robben liggur hér meiddur á vellinum í gær. vísir/getty
Leikur Bayern München gegn Dortmund í þýska bikarnum í gær reyndist liðinu dýr.

Bæði Arjen Robben og Robert Lewandowski meiddust í leiknum og spila ekki meira á þessari leiktíð. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Bayern eftir vítaspyrnukeppni.

Robben meiddist á kálfa en Lewandowski kjálkabrotnaði eftir að hafa fengið högg frá markverði Dortmund.

Bayern er búið að vinna deildina en fram undan eru leikir gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Það verður erfiðara fyrir Bayern að komast í úrslitaleikinn án þessara frábæru leikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×