Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2015 22:11 Vísir/Auðunn Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42
Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00
Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum