Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2015 22:11 Vísir/Auðunn Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var stoltur af sínum mönnum eftir tapið gegn KR í kvöld. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stólunum á Sauðárkróki. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42 Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Dempsey: Mér líður ekki nógu vel „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ 29. apríl 2015 21:42
Helgi Már tæklaður í viðtali: Við bognum ekki Helgi Már Magnússon fékk áhorfanda ofan á sig í miðju viðtali við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli. 29. apríl 2015 21:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00
Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár "Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. 29. apríl 2015 21:33