Vantar enn hálfan milljarð upp á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2015 06:30 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í dag styrkveitingar sínar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir næsta ár. Nema þær samtals 142 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Ríkissjóður hækkaði framlag sitt í sjóðinn í ár um 30 milljónir og nema þær nú 100 milljónum króna alls. Að öðru leyti er sjóðurinn fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá og eru heildartekjur sjóðsins næsta árið áætlaðar 140 milljónir króna. Þrátt fyrir hækkað framlag er ljóst að þörfin er meiri. Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ vegna landsliðverkefna og þá var sótt um styrki fyrir verkefni 86 einstaklinga. Samtals námu kostnaðaráætlanir umsóknaraðila samtals 1285 milljónum króna.Sjá einnig: Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Fyrr á þessu ári var skýrsla unnin á vegum sérstakrar nefndar hjá ÍSÍ sem mat fjárþörf íslensks afreksstarfs. Var niðurstaða hennar að hún væri ekki minna en 650 milljónir króna.Meiri skilningur en áður hjá ríkisvaldinu „Við erum þakklátir fyrir þá hækkun sem við fengum frá ríkisstjórninni. 30 milljónir eru miklir peningar,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðsins, í samtali við Valtý Björn Valtýsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við þurfum að fá verulega hækkun [á framlagi ríkisstjórnar] en mér finnst að það sé meiri skilningur hjá ríkisvaldinu að það þurfi að styðja afreksstarfið meira en áður.“Nálgast ekki þá þörf sem er til staðar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tók undir orð Guðmundar og segir að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að fá meira fjármagn í afreksstarf íslenskra íþrótta. „Framlag ríkisins hefur fjórfaldast á fimm árum og við erum þakklát fyrir það. Það þarf bara miklu meira. Þetta nálgast ekki einu sinni þá þörf sem eru til staðar.“ Lárus segir að viðræður eigi sér enn stað við fulltrúa ríkisvaldsins um aukið framlag til málaflokksins enda sýni áðurnefnd skýrsla að mikið vantar upp á. „Menn vita að þessir peningar liggja ekki á lausu. Við höfum gert ráðherrum í ríkisstjórn grein fyrir þessari skýrslu og málið er til skoðunar. Við vonumst til þess að fá jákvæð viðbrögð.“Gætum þurft að ganga á höfuðstólinn „Við erum á kolröngum stað. Það þarf miklu hærri fjárhæðir þannig að þær skipti máli. Þú rekur ekki afreksstarf 30 sérsambanda á þessum fjárhæðum.“ Næsta ár er Ólympíuár og þá aukast fjárútlát ÍSÍ til muna. Ekki kom til aukafjárveitingar ríkisins vegna þessa en Lárus hefur ekki gefið upp alla von um það. „Við eigum í viðræðum við ríkið og vonandi skilar það árangri á næstu vikum. Ef ekki þá þarf að ganga á höfuðstól Afrekssjóðsins til að mæta auknum kostnaði [vegna Ólympíuleikanna].“Bókstafastyrkirnir úr sögunni Breyting var gerð á úthlutun Afrekssjóðsins í ár. Ekki er lengur veittir sérstakir A-, B- eða C-styrkir miðað við árangur landsliða eða einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að enn sé miðað við styrkleikaflokkun í meðferð sjóðsins en að nú fái hvert sérsamband eða íþróttanefnd einn styrk fyrir allt sitt afreksstarf. Með því getur stjórn Afrekssjóðsins horfið ekki síður í afreksstefnur sérsambanda, útbreiðslu og afreksstig fremur en eingöngu árangur.Viðtal við Lárus L. Blöndal: Viðtal við Guðmund Ágúst Ingvarsson: Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í dag styrkveitingar sínar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir næsta ár. Nema þær samtals 142 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Ríkissjóður hækkaði framlag sitt í sjóðinn í ár um 30 milljónir og nema þær nú 100 milljónum króna alls. Að öðru leyti er sjóðurinn fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá og eru heildartekjur sjóðsins næsta árið áætlaðar 140 milljónir króna. Þrátt fyrir hækkað framlag er ljóst að þörfin er meiri. Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ vegna landsliðverkefna og þá var sótt um styrki fyrir verkefni 86 einstaklinga. Samtals námu kostnaðaráætlanir umsóknaraðila samtals 1285 milljónum króna.Sjá einnig: Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Fyrr á þessu ári var skýrsla unnin á vegum sérstakrar nefndar hjá ÍSÍ sem mat fjárþörf íslensks afreksstarfs. Var niðurstaða hennar að hún væri ekki minna en 650 milljónir króna.Meiri skilningur en áður hjá ríkisvaldinu „Við erum þakklátir fyrir þá hækkun sem við fengum frá ríkisstjórninni. 30 milljónir eru miklir peningar,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðsins, í samtali við Valtý Björn Valtýsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við þurfum að fá verulega hækkun [á framlagi ríkisstjórnar] en mér finnst að það sé meiri skilningur hjá ríkisvaldinu að það þurfi að styðja afreksstarfið meira en áður.“Nálgast ekki þá þörf sem er til staðar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tók undir orð Guðmundar og segir að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að fá meira fjármagn í afreksstarf íslenskra íþrótta. „Framlag ríkisins hefur fjórfaldast á fimm árum og við erum þakklát fyrir það. Það þarf bara miklu meira. Þetta nálgast ekki einu sinni þá þörf sem eru til staðar.“ Lárus segir að viðræður eigi sér enn stað við fulltrúa ríkisvaldsins um aukið framlag til málaflokksins enda sýni áðurnefnd skýrsla að mikið vantar upp á. „Menn vita að þessir peningar liggja ekki á lausu. Við höfum gert ráðherrum í ríkisstjórn grein fyrir þessari skýrslu og málið er til skoðunar. Við vonumst til þess að fá jákvæð viðbrögð.“Gætum þurft að ganga á höfuðstólinn „Við erum á kolröngum stað. Það þarf miklu hærri fjárhæðir þannig að þær skipti máli. Þú rekur ekki afreksstarf 30 sérsambanda á þessum fjárhæðum.“ Næsta ár er Ólympíuár og þá aukast fjárútlát ÍSÍ til muna. Ekki kom til aukafjárveitingar ríkisins vegna þessa en Lárus hefur ekki gefið upp alla von um það. „Við eigum í viðræðum við ríkið og vonandi skilar það árangri á næstu vikum. Ef ekki þá þarf að ganga á höfuðstól Afrekssjóðsins til að mæta auknum kostnaði [vegna Ólympíuleikanna].“Bókstafastyrkirnir úr sögunni Breyting var gerð á úthlutun Afrekssjóðsins í ár. Ekki er lengur veittir sérstakir A-, B- eða C-styrkir miðað við árangur landsliða eða einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að enn sé miðað við styrkleikaflokkun í meðferð sjóðsins en að nú fái hvert sérsamband eða íþróttanefnd einn styrk fyrir allt sitt afreksstarf. Með því getur stjórn Afrekssjóðsins horfið ekki síður í afreksstefnur sérsambanda, útbreiðslu og afreksstig fremur en eingöngu árangur.Viðtal við Lárus L. Blöndal: Viðtal við Guðmund Ágúst Ingvarsson:
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti