Landssamband fiskeldisstöðva undrast áform um lögsókn Svavar Hávarðsson skrifar 30. desember 2015 07:00 Samband veiðifélaga gagnrýnir harðlega eldi á norskum laxi við Ísland. vísir/sigurjón Landssamband fiskeldisstöðva (Lf) lýsir furðu sinni yfir áformum Landssambands veiðifélaga (Lv) um málsókn á hendur Hraðfrystihúsinu Gunnvöru vegna áforma fyrirtækisins um 6.800 tonna sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Höskuldur Steinarsson, formaður Lf, segir að fáar atvinnugreinar á Íslandi búi við jafn miklar takmarkanir og strangt regluverk og fiskeldi í sjókvíum. Frá árinu 2004 hafi verið óheimilt að ala laxfiska í sjókvíum í námunda við laxveiðiár á Íslandi og eldissvæðin því takmörkuð við Vestfirði, Austfirði, Eyjafjörð og Öxarfjörð. „Hér er um að ræða mjög afgerandi ráðstöfun til varnar hugsanlegum óæskilegum áhrifum á villta laxastofna, komi til óhappa eða slysasleppinga við sjókvíaeldi. Þetta er regluverk sem eftir er tekið erlendis, enda til fyrirmyndar þegar kemur að sambúð fiskeldis og villtra stofna. Það liggur í hlutarins eðli að þetta stranga regluverk sem setur fiskeldismönnum mjög þröngar skorður hvað varðar eldissvæði, tekur fram fyrri takmörkunum og eftir þessu hafa eldisfyrirtækin því starfað, í sátt við hið opinbera og þau samfélög þar sem þau starfa,“ segir Höskuldur. Formaður Lf bætir við að þar sem Ísafjarðardjúp falli innan þeirra svæða sem skilgreind eru sem eldissvæði, þá sé „erfitt að skilja á hverju hótanir um lögsókn byggja gagnvart fyrirtæki sem hyggst byggja upp þar atvinnustarfsemi á komandi árum“. Lf vill benda á að laxeldisstarfsemi hafi átt stóran þátt í þeim viðsnúningi sem orðið hefur í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum undanfarin fimm ár. Skynsamleg uppbygging atvinnugreinarinnar í Ísafjarðardjúpi sé því fagnaðarefni fyrir það atvinnusvæði. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Landssamband fiskeldisstöðva (Lf) lýsir furðu sinni yfir áformum Landssambands veiðifélaga (Lv) um málsókn á hendur Hraðfrystihúsinu Gunnvöru vegna áforma fyrirtækisins um 6.800 tonna sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Höskuldur Steinarsson, formaður Lf, segir að fáar atvinnugreinar á Íslandi búi við jafn miklar takmarkanir og strangt regluverk og fiskeldi í sjókvíum. Frá árinu 2004 hafi verið óheimilt að ala laxfiska í sjókvíum í námunda við laxveiðiár á Íslandi og eldissvæðin því takmörkuð við Vestfirði, Austfirði, Eyjafjörð og Öxarfjörð. „Hér er um að ræða mjög afgerandi ráðstöfun til varnar hugsanlegum óæskilegum áhrifum á villta laxastofna, komi til óhappa eða slysasleppinga við sjókvíaeldi. Þetta er regluverk sem eftir er tekið erlendis, enda til fyrirmyndar þegar kemur að sambúð fiskeldis og villtra stofna. Það liggur í hlutarins eðli að þetta stranga regluverk sem setur fiskeldismönnum mjög þröngar skorður hvað varðar eldissvæði, tekur fram fyrri takmörkunum og eftir þessu hafa eldisfyrirtækin því starfað, í sátt við hið opinbera og þau samfélög þar sem þau starfa,“ segir Höskuldur. Formaður Lf bætir við að þar sem Ísafjarðardjúp falli innan þeirra svæða sem skilgreind eru sem eldissvæði, þá sé „erfitt að skilja á hverju hótanir um lögsókn byggja gagnvart fyrirtæki sem hyggst byggja upp þar atvinnustarfsemi á komandi árum“. Lf vill benda á að laxeldisstarfsemi hafi átt stóran þátt í þeim viðsnúningi sem orðið hefur í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum undanfarin fimm ár. Skynsamleg uppbygging atvinnugreinarinnar í Ísafjarðardjúpi sé því fagnaðarefni fyrir það atvinnusvæði.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira