Innlent

Segir orð Ólínu dæma sig sjálf

Samúel Karl Ólason skrifar
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365.
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365. Vísir/Silja Magg
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir orð Ólínu Þorvarðardóttur, alþingismanns Samfylkingarinnar, dæma sig sjálf. Ólína skrifaði í morgun pistil á vefsvæði sínu hjá Pressunni, þar sem hún sagði forsíðumynd Fréttablaðsins vera „Mellumynd“. 

„Hér er skólabókardæmi um það hvernig hagsmunatengsl fjölmiðils og valdhafa tvinnast saman á einni mynd. „Mellumynd“ gæti einhver kallað þetta (afsakið orðbragðið). Hér má sjá fjölmiðil koma sér í mjúkinn hjá valdhöfum, sem aftur njóta góðs af hinni jákvæðu birtingarmynd þeirra framan við vörumerki mikilsráðandi fjölmiðils,“ skrifaði Ólína.

Hún sagði myndina vera óþægilega fyrir unnendur frjálsrar fjölmiðlunar og opinnar umræðu.

Um er að ræða árleg verðlaun sem Markaðurinn og 365 veita fyrir viðskipti ársins sem dómnefnd Markaðarins og Stöðvar 2 velur. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að samkomulag við kröfuhafa föllnu bankanna væru viðskipti ársins.

Kristín minnir á að í dómnefndinni sitji mikils metið fólk úr viðskiptalífinu, karlar sem konur, en lista yfir álitsgjafana má sjá í Fréttablaði dagsins.

Í dómnefndinni voru:

Árni Hauksson fjárfestir - Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins - Björgvin Guðmundsson, meðeigandi hjá KOM - Eggert Þ. Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Virðingu - Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands - Haukur Þ. Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri SFS - Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður - Helga Hlín Hákonardóttir héraðsdómslögmaður - Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins - Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, sérfræðingur á fyrirtækjasviði Arion - Hjálmar Gíslason, stofnandi DataMarket - Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas - Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu - Ingvar Haraldsson blaðamaður - Jón Hákon Halldórsson blaðamaður - Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SFS - Margrét Sanders, framkvæmdastjóri hjá Deloitte og formaður Samtaka verslunar og þjónustu - Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda - ÓIi Kr. Ármannsson blaðamaður - Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands - Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku - Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Arion - Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Stika - Sæunn Gísladóttir blaðamaður - Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða - Vilhjálmur Vilhjálmsson, sjóðsstjóri hjá Stefni - Þorbjörn Þórðarson fréttamaður - Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×