Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 22:02 Eygló (lengst til vinstri) með bronsmedalínuna sem hún fékk á HM í 25 metra laug fyrr í þessum mánuði. vísir/afp Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Eygló er fimmta konan sem hlýtur þessa viðurkenningu en áður höfðu Sigríður Sigurðardóttir (1964), Ragnheiður Runólfsdóttir (1991), Vala Flosadóttir (2000) og Margrét Lára Viðarsdóttir (2007) hlotið þetta sæmdarheiti.Sjá einnig: Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins Eygló átti frábært ár í sundlauginni og vann m.a. til tveggja bronsverðlauna á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Eygló fékk 470 stig í kjörinu, 120 atkvæðum fleiri en næsti maður á lista, fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins fyrir tveimur árum. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 3. sæti í kjörinu, handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson í því fjórða og Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, endaði í 5. sæti. Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson, Íþróttamaður ársins 2014, endaði í 6. sæti í kjörinu. Alls fengu 28 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár en niðurstöður þess má sjá hér að neðan:Íþróttamaður ársins 2015: 1. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 470 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (fótbolti) 350 3. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 229 4. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 202 5. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 139 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 137 7. Aron Einar Gunnarsson (fótbolti) 128 8. Sara Björk Gunnarsdóttir (fótbolti) 63 9. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 44 10. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 29 11. Ragnar Sigurðsson (fótbolti) 16 12. Hannes Þór Halldórsson (fótbolti) 15 13. Aron Pálmarsson (handbolti) 12 14. Irina Sazanova (fimleikar) 9 15. Hanna Rún Bazev Óladóttir (dans) 8 16. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 7 17. Dagný Brynjarsdóttir (fótbolti) 6 18. Birkir Bjarnason (fótbolti) 6 19. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 5 20. Anton Sveinn McKee (sund) 5 21. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 4 22. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (golf) 4 23. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 4 24. Þormóður Jónsson (júdó) 2 25. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 1 26. Júlían J. K. Jóhannsson (kraftlyftingar) 1 27. Guðbjörg Gunnarsdóttir (fótbolti) 1 28. Norma Dögg Róbertsdóttir (fimleikar) 1 Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Brotist inn í Kaplakrika og peningaskápur spenntur upp Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Eygló er fimmta konan sem hlýtur þessa viðurkenningu en áður höfðu Sigríður Sigurðardóttir (1964), Ragnheiður Runólfsdóttir (1991), Vala Flosadóttir (2000) og Margrét Lára Viðarsdóttir (2007) hlotið þetta sæmdarheiti.Sjá einnig: Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins Eygló átti frábært ár í sundlauginni og vann m.a. til tveggja bronsverðlauna á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Eygló fékk 470 stig í kjörinu, 120 atkvæðum fleiri en næsti maður á lista, fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins fyrir tveimur árum. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 3. sæti í kjörinu, handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson í því fjórða og Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, endaði í 5. sæti. Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson, Íþróttamaður ársins 2014, endaði í 6. sæti í kjörinu. Alls fengu 28 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár en niðurstöður þess má sjá hér að neðan:Íþróttamaður ársins 2015: 1. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 470 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (fótbolti) 350 3. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 229 4. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 202 5. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 139 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 137 7. Aron Einar Gunnarsson (fótbolti) 128 8. Sara Björk Gunnarsdóttir (fótbolti) 63 9. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 44 10. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 29 11. Ragnar Sigurðsson (fótbolti) 16 12. Hannes Þór Halldórsson (fótbolti) 15 13. Aron Pálmarsson (handbolti) 12 14. Irina Sazanova (fimleikar) 9 15. Hanna Rún Bazev Óladóttir (dans) 8 16. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 7 17. Dagný Brynjarsdóttir (fótbolti) 6 18. Birkir Bjarnason (fótbolti) 6 19. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 5 20. Anton Sveinn McKee (sund) 5 21. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 4 22. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (golf) 4 23. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 4 24. Þormóður Jónsson (júdó) 2 25. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 1 26. Júlían J. K. Jóhannsson (kraftlyftingar) 1 27. Guðbjörg Gunnarsdóttir (fótbolti) 1 28. Norma Dögg Róbertsdóttir (fimleikar) 1
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Brotist inn í Kaplakrika og peningaskápur spenntur upp Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira