Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins telur að leikskólakennarar ættu að hafa sömu laun og háskólakennarar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2015 14:14 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er einn af þeim fjölmörgu sem rætt var við í sérstökum þætti sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi um ævi og störf rithöfundarins og kennarans Jennu Jensdóttur. Jenna og Styrmir kynntust vel því Jenna starfaði sem bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu í 30 ár. Þau náðu vel saman og urðu miklir vinir. „Ég hef nú svona velt því fyrir mér af hverju við náðum svona vel saman. Hún var óskaplega góð við mig og það var svolítið óvenjulegt á þeim tíma að það væru einhverjir góðir við ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Styrmir. Að hans mati voru Jenna og maður hennar, Hreiðar Stefánsson, sem einnig var kennari og rithöfundur, fólk sem var á undan sinni samtíð í umfjöllun um börn. „Ég man mjög vel eftir því þegar ég var strákur að það þótti nú ekkert voðalega merkilegt að vera barnakennari en eftir því sem árin hafa liðið þá hefur mér orðið ljóst smátt og smátt að þetta starf sem fólk vinnur í tengslum við börn í æsku þeirra er það sem öllu máli skiptir í lífinu.“ Þá segir Styrmir að mörg þeirra vandamála sem samfélagið glímir við í dag megi rekja til þess sem gerist fyrir börn í æsku. „Þess vegna er ég kominn á þá skoðun að það eigi að umbylta velferðarkerfi á þann veg að það eigi að leggja alla áherslu á sálgæslu barna og unglinga. Mér finnst sjálfum í dag að leikskólakennarar séu mikilvægustu kennararnir í kennarastéttinni og jafnvel mikilvægari en háskólakennarar. Þar af leiðandi eigi í raun og veru að greiða leikskólakennurum að minnsta kosti jafnhá laun og háskólakennarar fá, ef ekki ekki hærri laun,“ segir Styrmir. Innslag úr þættinum um Jennu þar sem rætt er við Styrmi má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Skrifar enn á hverjum degi 97 ára „Jenna er framúrskarandi einstaklingur, afskaplega greind og hlý manneskja. Ein þeirra sem hefur mannbætandi áhrif á aðra,” segir sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem gerði þátt um rithöfundinn Jennu Jensdóttur sem heitir einfaldlega Jenna og verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. 28. desember 2015 11:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er einn af þeim fjölmörgu sem rætt var við í sérstökum þætti sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi um ævi og störf rithöfundarins og kennarans Jennu Jensdóttur. Jenna og Styrmir kynntust vel því Jenna starfaði sem bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu í 30 ár. Þau náðu vel saman og urðu miklir vinir. „Ég hef nú svona velt því fyrir mér af hverju við náðum svona vel saman. Hún var óskaplega góð við mig og það var svolítið óvenjulegt á þeim tíma að það væru einhverjir góðir við ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Styrmir. Að hans mati voru Jenna og maður hennar, Hreiðar Stefánsson, sem einnig var kennari og rithöfundur, fólk sem var á undan sinni samtíð í umfjöllun um börn. „Ég man mjög vel eftir því þegar ég var strákur að það þótti nú ekkert voðalega merkilegt að vera barnakennari en eftir því sem árin hafa liðið þá hefur mér orðið ljóst smátt og smátt að þetta starf sem fólk vinnur í tengslum við börn í æsku þeirra er það sem öllu máli skiptir í lífinu.“ Þá segir Styrmir að mörg þeirra vandamála sem samfélagið glímir við í dag megi rekja til þess sem gerist fyrir börn í æsku. „Þess vegna er ég kominn á þá skoðun að það eigi að umbylta velferðarkerfi á þann veg að það eigi að leggja alla áherslu á sálgæslu barna og unglinga. Mér finnst sjálfum í dag að leikskólakennarar séu mikilvægustu kennararnir í kennarastéttinni og jafnvel mikilvægari en háskólakennarar. Þar af leiðandi eigi í raun og veru að greiða leikskólakennurum að minnsta kosti jafnhá laun og háskólakennarar fá, ef ekki ekki hærri laun,“ segir Styrmir. Innslag úr þættinum um Jennu þar sem rætt er við Styrmi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Skrifar enn á hverjum degi 97 ára „Jenna er framúrskarandi einstaklingur, afskaplega greind og hlý manneskja. Ein þeirra sem hefur mannbætandi áhrif á aðra,” segir sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem gerði þátt um rithöfundinn Jennu Jensdóttur sem heitir einfaldlega Jenna og verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. 28. desember 2015 11:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Skrifar enn á hverjum degi 97 ára „Jenna er framúrskarandi einstaklingur, afskaplega greind og hlý manneskja. Ein þeirra sem hefur mannbætandi áhrif á aðra,” segir sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem gerði þátt um rithöfundinn Jennu Jensdóttur sem heitir einfaldlega Jenna og verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. 28. desember 2015 11:30