Þýðendur ósáttir við Sigrúnu: „Vegið að heiðri og fagmennsku “ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2015 13:12 "Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum,“ segir Sigrún. Vísir/Vilhelm Stjórn Bandalags þýðenda og túlka furðar sig á ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í dag. Sigrún segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hafi velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“ Þýðendur segja að með ummælum ráðherra sé „vegið að heiðri og fagmennsku þeirra þýðenda sem starfa fyrir Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins, jafnt fastráðinna starfsmanna sem verktaka.“Eiga heiður en ekki hnút frá ráðherra skilið Stjórn ÞOT bendir á að hugtakanotkun og málfar í EES-gerðum byggist ekki á geðþóttaákvörðunum þýðanda eða annarra hverju sinni heldur hugtakagrunni sem hefur verið byggður upp af miklum metnaði í nokkra áratugi og kostað þrotlausa vinnu. „Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ Þá kemur fram í tilkynningu frá ÞOT að gæðaeftirlit Þýðingamiðstöðvarinnar sé rómað og þeir þýðendur sem hafi sérhæft sig í þessum vandasömu þýðingum eigi heiður skilið en ekki hnútur frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands. „Stjórn Bandalags þýðenda og túlka harmar það vanmat á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum ráðherrans og lýsir yfir fullum stuðningi við Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins og starfsfólk hennar.“ Tengdar fréttir Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Stjórn Bandalags þýðenda og túlka furðar sig á ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra í Fréttablaðinu í dag. Sigrún segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hafi velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“ Þýðendur segja að með ummælum ráðherra sé „vegið að heiðri og fagmennsku þeirra þýðenda sem starfa fyrir Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins, jafnt fastráðinna starfsmanna sem verktaka.“Eiga heiður en ekki hnút frá ráðherra skilið Stjórn ÞOT bendir á að hugtakanotkun og málfar í EES-gerðum byggist ekki á geðþóttaákvörðunum þýðanda eða annarra hverju sinni heldur hugtakagrunni sem hefur verið byggður upp af miklum metnaði í nokkra áratugi og kostað þrotlausa vinnu. „Þýðing á tilskipunum, reglugerðum og reyndar öllum texta sem hefur lagalegt gildi er gríðarleg nákvæmnisvinna þar sem frjálsleg túlkun á ekkert erindi.“ Þá kemur fram í tilkynningu frá ÞOT að gæðaeftirlit Þýðingamiðstöðvarinnar sé rómað og þeir þýðendur sem hafi sérhæft sig í þessum vandasömu þýðingum eigi heiður skilið en ekki hnútur frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands. „Stjórn Bandalags þýðenda og túlka harmar það vanmat á störfum þýðenda sem kemur fram í orðum ráðherrans og lýsir yfir fullum stuðningi við Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins og starfsfólk hennar.“
Tengdar fréttir Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Vill milda tilskipanir EES Umhverfisráðherra vill mildara orðalag í þýðingum á Evróputilskipunum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill endurmeta EES-samstarfið og skoða Schengen-aðild. Vaxandi pirrings gætir hjá Framsóknarflokki. 16. febrúar 2015 08:00