Innlent

Koddar sagðir geta verið slysagildrur

Svienn Arnarsson skrifar
Varasamt? Svokallaðir koddar eiga aðeins að notast í götum með 30 km hámarkshraða að mati Sniglanna.
Varasamt? Svokallaðir koddar eiga aðeins að notast í götum með 30 km hámarkshraða að mati Sniglanna. Fréttablaðið/Pjetur
Bifhjólasamtökin Sniglarnir mótmæla eindregið notkun svokallaðra „kodda“ eða trapísulaga hraðahindrana í götum sem eru með meira en 30 km hámarkshraða. Telja samtökin þessa gerð hindrana til að ná niður hraða á götum alls ekki henta bifhjólum.

Samtökin benda á að yfirborð þessara svokölluðu kodda verði afar hált í bleytu og þar af leiðandi hættulegt bifhjólafólki.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa skrifaði skýrslu um banaslys á Akranesi í maí árið 2013 sem má rekja til þess að bifhjólamaður missti stjórn á hjóli sínu á slíkum kodda með þeim afleiðingum að hann kastaðist út í fjöru. Við það slasaðist hann alvarlega og lést samdægurs.

Bifhjólasamtökin halda því fram að hefði venjuleg hraðahindrun verið á veginum hefði slysið ekki orðið. Aðfallshorn koddanna sé afar krappt fyrir fjöðrunarbúnað mótorhjóla og skapi þannig hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×