Efast að erlendir geislafræðingar hafi næga menntun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. október 2015 13:14 Vísir/VIlhelm Formaður félags geislafræðinga segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa til á Landspítalanum séu með menntun við hæfi. Hún segist undrast að spítalinn hafi leitað út fyrir landsteinanna þegar til staðar séu hæfir einstaklingar með mikla reynslu. Stöð 2 greindi frá því í gær að sex geislafræðingar með áratuga reynslu, sem sögðu upp hjá Landspítalanum í verkfallinu í vor en sóttu aftur um vinnu eftir að gengið var frá kjarasamningum, verði ekki endurráðnir á spítalann, heldur verða erlendir starfsmenn ráðnir í þeirra stað.Sjá einnig: Geislafræðingar með áratuga reynslu ekki endurráðnir. Mikill skortur hefur verið á geislafræðingum undanfarið og lítil endurnýjun í stéttinni. Landspítalinn auglýsti í sumar eftir geislafræðingum í útlöndum og fengu konurnar þær svör að búið væri að ráða erlenda einstaklinga í þeirra stöður. „Þetta vekur náttúrulega furðu okkar og okkur finnst að þarna sé um að ræða mjög hæft fólk með langa starfsreynslu og hefur staðið sig vel í vinnu. Að þeir séu ekki ráðnir aftur til vinnu heldur teknir útlendingar,“ segir Katrín Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Katrín segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa séu með menntun við hæfi. „Við viljum fá að vita með útlendingana, hvernig menntun þeirra er háttað. Eftir því sem við heyrum þá eru þarna innan um fólk frá löndum þar sem að menntunarstig er á allt öðru stigi heldur en á Íslandi. Mögulega alveg hægt að einhverjir geti verið með það en það er ólíklegt að það sé með það.“ Félagið telur í raun ólíklegt að þau séu hæf til starfsins. „Já, samkvæmt okkar skilningi á lögum þá má koma fólk hér að vinna sem er einu menntunarstigi neðar en menntun í landinu og þá erum við að tala um varðandi að það sé frítt flæði innan Evrópu. En þú mátt ekki fara neðar en það. Mér finnst mjög líklegt að, eða allavega er það alveg möguleiki, að fólk þarna sé neðar en það.“En þarf fólk ekki að vera tilbúið til þess að takast á við afleiðingar þess að segja upp störfum? „Jújú. Maður verður að vera tilbúinn til að gera það, en þarna eru laus störf og það er verið að ráða annað fólk. Maður getur ekki séð að það sé hagur samfélagsins að ganga fram hjá þessu fólki,“ sagði Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa til á Landspítalanum séu með menntun við hæfi. Hún segist undrast að spítalinn hafi leitað út fyrir landsteinanna þegar til staðar séu hæfir einstaklingar með mikla reynslu. Stöð 2 greindi frá því í gær að sex geislafræðingar með áratuga reynslu, sem sögðu upp hjá Landspítalanum í verkfallinu í vor en sóttu aftur um vinnu eftir að gengið var frá kjarasamningum, verði ekki endurráðnir á spítalann, heldur verða erlendir starfsmenn ráðnir í þeirra stað.Sjá einnig: Geislafræðingar með áratuga reynslu ekki endurráðnir. Mikill skortur hefur verið á geislafræðingum undanfarið og lítil endurnýjun í stéttinni. Landspítalinn auglýsti í sumar eftir geislafræðingum í útlöndum og fengu konurnar þær svör að búið væri að ráða erlenda einstaklinga í þeirra stöður. „Þetta vekur náttúrulega furðu okkar og okkur finnst að þarna sé um að ræða mjög hæft fólk með langa starfsreynslu og hefur staðið sig vel í vinnu. Að þeir séu ekki ráðnir aftur til vinnu heldur teknir útlendingar,“ segir Katrín Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Katrín segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa séu með menntun við hæfi. „Við viljum fá að vita með útlendingana, hvernig menntun þeirra er háttað. Eftir því sem við heyrum þá eru þarna innan um fólk frá löndum þar sem að menntunarstig er á allt öðru stigi heldur en á Íslandi. Mögulega alveg hægt að einhverjir geti verið með það en það er ólíklegt að það sé með það.“ Félagið telur í raun ólíklegt að þau séu hæf til starfsins. „Já, samkvæmt okkar skilningi á lögum þá má koma fólk hér að vinna sem er einu menntunarstigi neðar en menntun í landinu og þá erum við að tala um varðandi að það sé frítt flæði innan Evrópu. En þú mátt ekki fara neðar en það. Mér finnst mjög líklegt að, eða allavega er það alveg möguleiki, að fólk þarna sé neðar en það.“En þarf fólk ekki að vera tilbúið til þess að takast á við afleiðingar þess að segja upp störfum? „Jújú. Maður verður að vera tilbúinn til að gera það, en þarna eru laus störf og það er verið að ráða annað fólk. Maður getur ekki séð að það sé hagur samfélagsins að ganga fram hjá þessu fólki,“ sagði Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira