Fjölbreytt íslensk matarhefð er umræðuefni Slow Food-fundar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2015 10:00 Gísli Matthías matreiðslumaður hefur mikinn áhuga á íslenskri matarhefð. Vísir/Gva Í kvöld fer fram Slow Food-fundur á veitingastaðnum Matur og drykkur þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson mun freista þess að gera Íslendinga stolta af matarhefðum sínum, sem hann segir fjölbreyttari en marga grunar. „Það er svona stóra markmiðið með veitingastaðnum og við ætlum svolítið að tala um það í kvöld og sýna okkar snúning á íslenskri klassík,“ segir Gísli glaður í bragði, en hann mun halda stutt erindi um íslenska matarhefð auk þess boðið verður upp á þjóðlega smárétti í skemmtilegum búningi á borð við saltfisk, kleinur, harðfisk og hangikjöt. „Ég mun halda smá tölu, bæði um hvernig við getum skoðað og notað gamlar heimildir í nútímamatargerð og tala um góðu hlutina í íslenskri matarhefð og hverju við ættum að vera stolt af í því,“ segir Gísli. Hann segir margt sem Íslendingar geti stært sig af. „Við erum með frábært hráefni, bæði fisk, kjöt og frábæran skelfisk sem er einn af þeim betri í heiminum að mínu mati og síðan eigum við hefðirnar líka. Eins og hvernig við reyktum matinn, sýrðum hann og fleira og við setjum fram góðu hlutina í því, en ekki endilega bara gamla, góða hákarlinn,“ segir hann og hlær. Hann segir það jafnvel hafa komið sér á óvart af hversu miklu var að taka þegar hann hóf undirbúningsvinnu fyrir Mat og drykk, en hún var meðal annars unnin í samstarfi við sagnfræðinga og þekkta matgæðinga á borð við Nönnu Rögnvaldardóttur. Áhugi Gísla á íslenskri matarhefð kviknaði fyrir allnokkru. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir nýnorræna matargerð, allt frá því að sú hreyfing hófst og þetta helst svolítið í hendur við það. Eftir hrunið þá var kannski ekki hægt að flytja inn frábært gæðahráefni að utan og maður þurfti kannski að einbeita sér meira að því íslenska, sem er bara frábært. Þá er maður að styrkja meira íslenska smáframleiðendur og bændur,“ segir Gísli og bætir við: „Mér finnst það bara hálfgerð skylda mín sem matreiðslumaður að versla mikið við þá.“ Slow Food-fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Matur & drykkur og hefst klukkan hálf sjö í kvöld en einnig verður Gunnþórunn Einarsdóttir frá Matís á svæðinu. Aðgangseyrir er 1.490 krónur. Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Í kvöld fer fram Slow Food-fundur á veitingastaðnum Matur og drykkur þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson mun freista þess að gera Íslendinga stolta af matarhefðum sínum, sem hann segir fjölbreyttari en marga grunar. „Það er svona stóra markmiðið með veitingastaðnum og við ætlum svolítið að tala um það í kvöld og sýna okkar snúning á íslenskri klassík,“ segir Gísli glaður í bragði, en hann mun halda stutt erindi um íslenska matarhefð auk þess boðið verður upp á þjóðlega smárétti í skemmtilegum búningi á borð við saltfisk, kleinur, harðfisk og hangikjöt. „Ég mun halda smá tölu, bæði um hvernig við getum skoðað og notað gamlar heimildir í nútímamatargerð og tala um góðu hlutina í íslenskri matarhefð og hverju við ættum að vera stolt af í því,“ segir Gísli. Hann segir margt sem Íslendingar geti stært sig af. „Við erum með frábært hráefni, bæði fisk, kjöt og frábæran skelfisk sem er einn af þeim betri í heiminum að mínu mati og síðan eigum við hefðirnar líka. Eins og hvernig við reyktum matinn, sýrðum hann og fleira og við setjum fram góðu hlutina í því, en ekki endilega bara gamla, góða hákarlinn,“ segir hann og hlær. Hann segir það jafnvel hafa komið sér á óvart af hversu miklu var að taka þegar hann hóf undirbúningsvinnu fyrir Mat og drykk, en hún var meðal annars unnin í samstarfi við sagnfræðinga og þekkta matgæðinga á borð við Nönnu Rögnvaldardóttur. Áhugi Gísla á íslenskri matarhefð kviknaði fyrir allnokkru. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir nýnorræna matargerð, allt frá því að sú hreyfing hófst og þetta helst svolítið í hendur við það. Eftir hrunið þá var kannski ekki hægt að flytja inn frábært gæðahráefni að utan og maður þurfti kannski að einbeita sér meira að því íslenska, sem er bara frábært. Þá er maður að styrkja meira íslenska smáframleiðendur og bændur,“ segir Gísli og bætir við: „Mér finnst það bara hálfgerð skylda mín sem matreiðslumaður að versla mikið við þá.“ Slow Food-fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Matur & drykkur og hefst klukkan hálf sjö í kvöld en einnig verður Gunnþórunn Einarsdóttir frá Matís á svæðinu. Aðgangseyrir er 1.490 krónur.
Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira