Carragher: Manchester-slagurinn er í dag stærri en á Merseyside Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 11:30 Daley Blind og Wayne Rooney reyna að ná boltanum af Sergio Agüero í leiknum á Etihad-vellinum fyrr í vetur. vísir/getty Seinni Manchester-slagur tímabilsins á milli United og City fer fram á sunnudaginn þegar lærisveinar Louis van Gaal taka á móti samborgurum sínum á Old Trafford. Hvorugt liðið er að berjast af alvöru um Englandsmeistaratitilinn en leikurinn getur haft gríðarleg áhrif á baráttuna um Meistaradeildarsæti. Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool sem starfar sem sparkspekingur Sky Sports, svarar nokkrum spurningum um leikinn á heimasíðu Sky Sports og er þar fyrst spurður hvort Robin van Persie komi inn í byrjunarliðið. „Hann byrjar ekki í Manchester-slagnum. United líður vel í því kerfi sem það er að spila núna með Rooney fremstan. Rooney er maðurinn þó Van Persie eigi gott samband við Van Gaal,“ segir Carragher en hvað með Di María sem gaf stoðsendingu eftir að koma inn á gegn Aston Villa? „Van Gaal lætur Di María ekki byrja. Hann hefur sýnt að ef liðið vinnur velur hann sama lið í næsta leik. Ég bjóst við að Di María kæmi inn í liðið fyrir Liverpool-leikinn en hann hélt sig við Juan Mata sem skoraði tvö mörk.“ Sem leikmaður spilaði Jamie Carragher ósjaldan í Merseyside-slagnum þar sem Liverpool og Everton eigast við, en er Manchester-slagurinn nú orðin stærri nágrannaslagur? „Ég hef alltaf sagt að Merseyside-slagurinn sé stærri en sá í Manchester því svo oft var Manchester City lið sem fór upp og niðru á milli deilda,“ segir Carragher. „En það er engin spurning að í dag er Manchester-slagurinn stærri af þeirri einföldu ástæðu að bæði lið hafa undanfarin ár verið að keppa um titla. Það gerir hann aðeins merkilegri,“ segir Jamie Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir De Gea í markinu í úrvalsliði efstu deilda Englands og Spánar Sparkspekingurinn og blaðamaðurinn Guillem Balague setti saman úrvalslið tveggja bestu deilda heims. 9. apríl 2015 15:15 Þessa leiki eiga efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir Manchester-liðin United og City mætast í stórleik um næstu helgi sem getur haft áhrif á Meistaradeildarbaráttuna. 7. apríl 2015 10:00 Kompany: Góður tími til að mæta Manchester United Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, fagnar því að næsti leikur liðsins sé á móti nágrönnunum í Manchester United en liðin hafa verið á leiðinni í sitthvora áttina á undanförnum vikum. 7. apríl 2015 17:00 Clattenburg dæmir Manchester-slaginn Búinn að reka tvo United-menn út af á tímabilinu og Kompany í landsleik með Belgíu. 8. apríl 2015 12:00 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Seinni Manchester-slagur tímabilsins á milli United og City fer fram á sunnudaginn þegar lærisveinar Louis van Gaal taka á móti samborgurum sínum á Old Trafford. Hvorugt liðið er að berjast af alvöru um Englandsmeistaratitilinn en leikurinn getur haft gríðarleg áhrif á baráttuna um Meistaradeildarsæti. Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool sem starfar sem sparkspekingur Sky Sports, svarar nokkrum spurningum um leikinn á heimasíðu Sky Sports og er þar fyrst spurður hvort Robin van Persie komi inn í byrjunarliðið. „Hann byrjar ekki í Manchester-slagnum. United líður vel í því kerfi sem það er að spila núna með Rooney fremstan. Rooney er maðurinn þó Van Persie eigi gott samband við Van Gaal,“ segir Carragher en hvað með Di María sem gaf stoðsendingu eftir að koma inn á gegn Aston Villa? „Van Gaal lætur Di María ekki byrja. Hann hefur sýnt að ef liðið vinnur velur hann sama lið í næsta leik. Ég bjóst við að Di María kæmi inn í liðið fyrir Liverpool-leikinn en hann hélt sig við Juan Mata sem skoraði tvö mörk.“ Sem leikmaður spilaði Jamie Carragher ósjaldan í Merseyside-slagnum þar sem Liverpool og Everton eigast við, en er Manchester-slagurinn nú orðin stærri nágrannaslagur? „Ég hef alltaf sagt að Merseyside-slagurinn sé stærri en sá í Manchester því svo oft var Manchester City lið sem fór upp og niðru á milli deilda,“ segir Carragher. „En það er engin spurning að í dag er Manchester-slagurinn stærri af þeirri einföldu ástæðu að bæði lið hafa undanfarin ár verið að keppa um titla. Það gerir hann aðeins merkilegri,“ segir Jamie Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir De Gea í markinu í úrvalsliði efstu deilda Englands og Spánar Sparkspekingurinn og blaðamaðurinn Guillem Balague setti saman úrvalslið tveggja bestu deilda heims. 9. apríl 2015 15:15 Þessa leiki eiga efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir Manchester-liðin United og City mætast í stórleik um næstu helgi sem getur haft áhrif á Meistaradeildarbaráttuna. 7. apríl 2015 10:00 Kompany: Góður tími til að mæta Manchester United Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, fagnar því að næsti leikur liðsins sé á móti nágrönnunum í Manchester United en liðin hafa verið á leiðinni í sitthvora áttina á undanförnum vikum. 7. apríl 2015 17:00 Clattenburg dæmir Manchester-slaginn Búinn að reka tvo United-menn út af á tímabilinu og Kompany í landsleik með Belgíu. 8. apríl 2015 12:00 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
De Gea í markinu í úrvalsliði efstu deilda Englands og Spánar Sparkspekingurinn og blaðamaðurinn Guillem Balague setti saman úrvalslið tveggja bestu deilda heims. 9. apríl 2015 15:15
Þessa leiki eiga efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir Manchester-liðin United og City mætast í stórleik um næstu helgi sem getur haft áhrif á Meistaradeildarbaráttuna. 7. apríl 2015 10:00
Kompany: Góður tími til að mæta Manchester United Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, fagnar því að næsti leikur liðsins sé á móti nágrönnunum í Manchester United en liðin hafa verið á leiðinni í sitthvora áttina á undanförnum vikum. 7. apríl 2015 17:00
Clattenburg dæmir Manchester-slaginn Búinn að reka tvo United-menn út af á tímabilinu og Kompany í landsleik með Belgíu. 8. apríl 2015 12:00