Skynsamlegra að Alþingi eignist eigið húsnæði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 22:50 Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fagnar því að ríkisstjórnin styðji áform um að leysa húsnæðisvanda þingsins. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða hvort nýta eigi gamla teikningu Guðjóns Samúelssonar. Forsætisráðherra vakti athygli fyrir páska þegar hann kynnti tillögu um nýja skrifstofubyggingu Alþingis og að hún risi á grunni hundrað ára gamallar teikningar Guðjóns Samúelssonar. Í umræðu hefur forsætisráðherra verið sakaður um að fara inn á verksvið þingsins. En hvað segir forseti Alþingis? Er verið að grípa fram fyrir hendur forsætisnefnd? „Það er alls ekki þannig og þetta verður auðvitað að lokum ákvörðun þingsins með hvaða hætti verður byggt yfir þingið,“ segir Einar. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem stuðning ríkisstjórnarinnar við þessa viðleitni okkar í forsætisnefnd að finna varanlega lausn fyrir þingið á framtíðarhúsnæði þess.“ Einar segir frumkvæðið hafa verið hjá forsætisnefnd og mikilvægt hafi verið að ríkisstjórnin hafi tekið undir fjárhagsleg sjónarmið þingsins. Alþingi leigi núna húsnæði á nokkrum stöðum í miðborginni með ærnum tilkostnaði. „Þegar við fórum að skoða þessi mál þá var það niðurstaða okkar að skynsamlegra væri, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að Alþingi eignaðist sitt eigið húsnæði. Þannig höfum við verið að vinna með þetta í forsætisnefndinni og verið bærilegur samhljómur um það.“Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Þegar Einar er inntur álits á þeirri hugmynd að byggja á þessari gömlu teikningu segir hann ekki tímabært að taka afstöðu til hennar. Útlit hússins sé eitthvað sem menn vinni úr í framtíðinni. „Þannig að ég í sjálfu sér á þessu stigi get ekki tekið afstöðu til þessarar teikningar, sem ég hef ekki kynnt mér nægjanlega og hef þannig ekki áttað mig á því með hvaða hætti hún fellur að þessu umhverfi hérna né að þörfum þingsins.“ Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fagnar því að ríkisstjórnin styðji áform um að leysa húsnæðisvanda þingsins. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða hvort nýta eigi gamla teikningu Guðjóns Samúelssonar. Forsætisráðherra vakti athygli fyrir páska þegar hann kynnti tillögu um nýja skrifstofubyggingu Alþingis og að hún risi á grunni hundrað ára gamallar teikningar Guðjóns Samúelssonar. Í umræðu hefur forsætisráðherra verið sakaður um að fara inn á verksvið þingsins. En hvað segir forseti Alþingis? Er verið að grípa fram fyrir hendur forsætisnefnd? „Það er alls ekki þannig og þetta verður auðvitað að lokum ákvörðun þingsins með hvaða hætti verður byggt yfir þingið,“ segir Einar. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem stuðning ríkisstjórnarinnar við þessa viðleitni okkar í forsætisnefnd að finna varanlega lausn fyrir þingið á framtíðarhúsnæði þess.“ Einar segir frumkvæðið hafa verið hjá forsætisnefnd og mikilvægt hafi verið að ríkisstjórnin hafi tekið undir fjárhagsleg sjónarmið þingsins. Alþingi leigi núna húsnæði á nokkrum stöðum í miðborginni með ærnum tilkostnaði. „Þegar við fórum að skoða þessi mál þá var það niðurstaða okkar að skynsamlegra væri, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að Alþingi eignaðist sitt eigið húsnæði. Þannig höfum við verið að vinna með þetta í forsætisnefndinni og verið bærilegur samhljómur um það.“Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Þegar Einar er inntur álits á þeirri hugmynd að byggja á þessari gömlu teikningu segir hann ekki tímabært að taka afstöðu til hennar. Útlit hússins sé eitthvað sem menn vinni úr í framtíðinni. „Þannig að ég í sjálfu sér á þessu stigi get ekki tekið afstöðu til þessarar teikningar, sem ég hef ekki kynnt mér nægjanlega og hef þannig ekki áttað mig á því með hvaða hætti hún fellur að þessu umhverfi hérna né að þörfum þingsins.“
Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00