Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna Bónuss Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:47 Fjölskylda fór fram á milljónir króna í bætur frá Högum eftir að starfsmenn Bónuss höfðu sakað hana um þjófnað úr verslun í Lóuhólum í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira