Innlent

Álftanesvegi var lokað í gær vegna umdeildra framkvæmda

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Framkvæmdirnar hafa valdið nokkurri óánægju.
Framkvæmdirnar hafa valdið nokkurri óánægju. vísir/pjetur
Álftanesvegur verður lokaður frá 13. til 22. júlí á meðan gengið er frá tengingu gamla Álftanesvegar við nýja Álftanesveginn sem liggur um Gálgahraun.

Meðan á framkvæmdum stendur verður opin hjáleið um Garðaholt. Framkvæmdirnar munu ekki hafa áhrif á gangandi eða hjólandi vegfarendur. Framkvæmdirnar hafa valdið nokkurri óánægju en nokkrir mótmælendur voru handteknir árið 2013 fyrir að tefja fyrir þeim. Áætluð verklok eru 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×