Innlent

Fluttur slasaður með björgunarskipi eftir að hafa fallið af hestbaki

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekki er ljóst hvernig slysið vildi til en maðurinn er þaulvanur hestamaður. Mynd úr safni.
Ekki er ljóst hvernig slysið vildi til en maðurinn er þaulvanur hestamaður. Mynd úr safni. Vísir/Getty Images
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom til Ísafjarðar á þriðja tímanum í nótt með mann, sem hafði slasast þegar hann féll af hestbaki vestur á Jökulfjörðum í gærkvöldi á  leiðinni  úr Furufirði til Hrafnfjarðar. 

Fjölmennt  lið björgunarsveitarmanna úr nokkrum byggðarlögum vestra var sent af stað enda lá fyrir að bera þyrfti manninn langa og erfiða leið til sjávar, til að koma honum í björgunarskipið, þannig að björgunarmenn gátu skipst á við burðinn. Hann gekk eftir atvikum, en tók  töluverðan  tíma.

Ekki er ljóst hvernig slysið vildi til, en maðurinn er þaulvanur hestamaður, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×