Illugi vill endurskoða lánakerfi LÍN Ingvar Haraldsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir enga stefnu vera til staðar varðandi úthlutun námslána. vísir/gva Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða útlánakerfi Lánsjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). „Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna,“ segir Illugi. Í ársskýrslu LÍN, sem kom út í gær, kemur fram að um helmingur útlána LÍN fáist ekki endurgreiddur. Verulegur munur er á því hve mikið lánþegar greiða til baka af lánum sínum eftir því hve há lánsfjárhæðin er. Þannig endurgreiða einstaklingar sem skulda LÍN undir 2,5 milljónum króna 85 prósent af virði lánsins. Þeir sem skulda LÍN yfir 15 milljónir króna endurgreiða hins vegar á milli 18 og 27 prósent af virði lánsins. Ríkið styrkir því þá sem skulda LÍN mest um yfir 70 prósent af lánsfjárhæðinni en þá sem skulda LÍN minnst um 15 prósent að meðaltali. Afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum króna árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014. Þá jukust vanskil hjá Lánasjóðnum um 690 milljónir króna í fyrra. Mest hafa vanskilin aukist hjá yngstu lánþegunum. „Vissulega er það áhyggjuefni að sjá þróunina varðandi vanskilin,“ segir Illugi. Hann segir brýnt að við endurskoðun laga um LÍN verði tekið mið af auknum vanskilum og því hvernig ríkisstyrkir dreifist milli lánþega. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, kallar eftir umræðu um hvort breyta þurfi lánakerfi LÍN. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt? Á að setja þak á upphæð námslána? Á að breyta afborgunarskilyrðunum með einhverjum hætti?“ spyr Hrafnhildur en bætir við að það sé stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti brugðist verði við. Tengdar fréttir Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða útlánakerfi Lánsjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). „Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna,“ segir Illugi. Í ársskýrslu LÍN, sem kom út í gær, kemur fram að um helmingur útlána LÍN fáist ekki endurgreiddur. Verulegur munur er á því hve mikið lánþegar greiða til baka af lánum sínum eftir því hve há lánsfjárhæðin er. Þannig endurgreiða einstaklingar sem skulda LÍN undir 2,5 milljónum króna 85 prósent af virði lánsins. Þeir sem skulda LÍN yfir 15 milljónir króna endurgreiða hins vegar á milli 18 og 27 prósent af virði lánsins. Ríkið styrkir því þá sem skulda LÍN mest um yfir 70 prósent af lánsfjárhæðinni en þá sem skulda LÍN minnst um 15 prósent að meðaltali. Afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum króna árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014. Þá jukust vanskil hjá Lánasjóðnum um 690 milljónir króna í fyrra. Mest hafa vanskilin aukist hjá yngstu lánþegunum. „Vissulega er það áhyggjuefni að sjá þróunina varðandi vanskilin,“ segir Illugi. Hann segir brýnt að við endurskoðun laga um LÍN verði tekið mið af auknum vanskilum og því hvernig ríkisstyrkir dreifist milli lánþega. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, kallar eftir umræðu um hvort breyta þurfi lánakerfi LÍN. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt? Á að setja þak á upphæð námslána? Á að breyta afborgunarskilyrðunum með einhverjum hætti?“ spyr Hrafnhildur en bætir við að það sé stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti brugðist verði við.
Tengdar fréttir Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22