Innlent

Reykvíkingar farga eigin jólatrjám

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þrettándinn er á morgun, 6. janúar.
Þrettándinn er á morgun, 6. janúar. Vísir/Anton
Líkt og undanfarin ár munu starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki hirða jólatré frá heimilum Reykvíkinga. Þeir eru hins vegar hvattir til að fara sjálfir með trén á endurvinnslustöðvar.

Endurvinnslustöðvar Sorpu taka endurgjaldslaust við trjánum en einnig er bent á þá lausn að búta þau niður í safnhauga í görðum en jólatré eru fínn efniviður í þá.

Mörg íþróttafélög hafa nýtt tækifærið undanfarin ár, gengið í hús og sótt trén í fjáröflunarskyni. Börn og unglingar úr knattspyrnufélaginu Val munu til dæmis ganga í hús í Hlíðarhverfinu og nágrenni á laugardaginn, safna flöskum og dósum en um leið taka við trjám gegn 1000 króna gjaldi. Nánari upplýsingar hér.

Framarar ætla sömuleiðis að sækja jólatré og safna flöskum og dósum á laugardaginn í Háaleitishverfinu, Grafarholti og Úlfarsárdal. 1000 krónur kostar að láta sækja jólatréð. Nánari upplýsingar um það hér.

Ætlar þitt íþróttafélag að sækja trén í sínu hverfi? Láttu okkur vita í ummælakerfinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×