Innlent

Gengur ekki gegn stefnu Framsóknarflokksins

Una Sighvatsdóttir skrifar
Mikil ólga er meðal bænda vegna nýrra tollasamninga. Landbúnaðarráðherra fundaði í dag með fulltrúum þeirra búgreina sem verða fyrir mestum áhrifum, í Bændahöllinni.



„Ýmsir hafa talsverðar áhyggjur af þessu, eðlilega,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta eru auðvitað umtalsverðar breytingar á umhverfinu. Við erum á sama tíma að fara inn í búvörusamninga þar sem við erum auðvitað ekki bara  að festa í sessi til langs tíma tollaumhverfið, heldur líka umhverfið sem varðar búvörusamningana og þar er auðvitað tækifæri til að koma með svör við þeim áskorunum sem tollasamningurinn gefur.“

Á fundinum sögðu fulltrúir nokkurra búgreina samninginn slíkt reiðarslag að bændur gætu þurft að bregða búi. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir bændur áhyggjufulla.

„Menn renna náttúrulega dálítið blint í sjóinn með það hver áhrifin verða af þessu og það kannski vantar að skoða það hver áhrif verða til dæmis á íslenskan kjötmarkið og það getur haft áhrif á allar búgreinar, ekki bara þær sem sjá fram á aukinn innflutning."



Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna
Gríðarleg tækifæri fyrir íslenskan landbúnað

Í fréttum stöðvar 2 í gær lísti formaður Svínaræktarbænda vonbrigðum sínum með stjórnvöld og Framsóknarflokkinn sérstaklega. Landbúnaðarráðherra segir Framsóknarmenn ekki ganga gegn sinni stefnu með tollasamningnum.



„Nei engan veginn, við lifum í heimi sem annars vegar minnkar og það sem gerist í einum heimshluta hefur óhjákvæmilega áhrif á okkur hérna á Íslandi og það gildir auðvitað um landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar. Hér er hinsvegar gríðarlegt tækifæri fyrir íslenskan landbúnað sem er fólgið í þessum samningi, um verulega aukinn útflutning. En þau tækiæri eru auðvitað ekki í hendi og það þarf að vinna að þeim. Þess vegna hef ég auðvitað fullan skilning á áhyggjum einstakra aðila.“

Sindri segir eftir að koma í ljós hvort búvörusamningurinn veiti nægilegt mótvægi gegn áhrifum tollabreytinganna.



„Við munum allavega af okkar hálfu ræða það hvernig er hægt að milda þetta högg og tryggja starfsskilyrði íslensks landbúnaðar aðþau verði meðþeim hætti ða hér sé hægt að stunda hann.“

við munum allavega af okkar hálfu ræða það hvernig er hægt að milda þetta högg og tryggja starfsskilyrði íslensks landbúnaðar aðþau verði meðþeim hætti ða hér sé hægt að stunda hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×