Kemur munaðarlausum æðarungum á legg: „Þeir elta mig hvert sem ég fer“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. júlí 2015 14:15 Ungarnir fylgja Baldri hvert sem hann fer. Vísir/Björn Baldursson „Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg. Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði. „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn BaldurssonHann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“ Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn BaldurssonUngana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn Baldursson Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
„Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg. Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði. „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn BaldurssonHann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“ Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn BaldurssonUngana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn Baldursson
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira