Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótt tvo slasaða það sem af er degi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björgunarsveitarmenn við TF-GNÁ.
Björgunarsveitarmenn við TF-GNÁ. vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, hefur farið í tvö flug í dag til að aðstoða fólk.

Um klukkan hálf ellefu í morgun barst beiðni í gegnum Neyðarlínuna að sækja veika konu í Langadal í Þórsmörk. Þyrlan fór í loftið klukkan 10.49 og lenti í Þórsmörk um 11.20. Konunni var flogið í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli en hún lenti klukkan 12.08. Þaðan var henni ekið upp á sjúkrahús.

Upp úr klukkan þrjú barst síðan tilkynning frá Neyðarlínunni um konu sem féll af hestbaki við Heklu. Gná fór í loftið um klukkan 15.25 og er áætlað að þyrlan verði komin á slysstað um og upp úr fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×