Innlent

Enn lokað í Bláfjöllum en önnur skíðasvæði opin

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Flestar skíðabrekkur landsins verða opnar í dag.
Flestar skíðabrekkur landsins verða opnar í dag. vísir/vilhelm
Skíðasvæði landsins eru opin í dag ef undanskilið er skíðasvæðið í Bláfjöllum. Samkvæmt upplýsingum á vef skíðasvæðisins er afar hvasst á svæðinu og gert ráð fyrir því að bæta muni í vind eftir því sem líður á morguninn. Aðstæður til skíðaiðkunar ættu hins vegar að vera með besta móti á morgun gangi veðurspár eftir.

Hlíðarfjall á Akureyri opnaði nú klukkan tíu en fjallið verður opið til klukkan fjögur. Létt gola er í fjallinu og hitastig rétt undir frostmarki.

Á Sauðárkróki má gera ráð fyrir andvara eða kuli í brekkum Tindastóls. Nóg er af snjó í fjallinu og hiti rétt rúmlega ein gráða í mínus. Brekkurnar opna klukkan ellefu og verða opnar til fjögur.

Sami opnunartími er á Siglufirð. Þar er heiðskýrt og gola sem stendur en snjórinn í fjallinu er nýtroðinn og aðstæður með besta móti. Þá hefur göngubraut einnig verið útbúin fyrir þá sem vilja fara á gönguskíði.

Báðar skíðalyftur Böggvisstaðafjalls á Dalvík opna klukkan ellefu og verða opnar til klukkan þrjú. Á Dalvík er norðan kul eða gola og úrkomulaust. Hiti verður líklega um og yfir frostmark.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×